BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Síða 16
OAFENG
VIÐ HÆFI
Samkvæmt íslenskum lögum
teljast þeir drykkir áfengir sem
innihalda meira en 2,25% vínanda
af rúmmáli eða 1,8% af þyngd. Þeir
drykkir sem í er minni vínandi en
þetta, eru því óáfengir samkvæmt
lögum. Enginn drykkur, sem inni-
heldur sykur, er þó algerlega laus
við vínanda vegna óhjákvæmilegr-
ar gerjunar.
Margs konar innlendir og inn-
fluttir ávaxtasafar eru nú á boðstól-
um auk gosdrykkja. Það er vel þess
virði að skoða og prófa það sem til
er á markaðnum. Sumum finnst
ávaxta- og gosdrykkir of sætir t.d.
með mat. Þeim má benda á óáfeng
(de - alcoholized) vín sem fást í
mörgum verslunum. Úrval þeirra
er, enn sem komið er, takmarkað
en það breytist vafalaust með auk-
inni eftirspurn.
• Óáfeng vín geymast örugglega í eitt
ár íóopnuðumflöskum. Geymsluþol
er nokkur ár efþað er geymt á dimm-
um stað við lœgra hitastig en 12 C.
• Atekin flaska geymist í 10 - 12
daga í kœli án þess að bragð breytist.
• Óáfeng vín er hægt að nýta til síð-
asta dropa. Afgangur af hvítvíni og
rauðvíni ersjálfsagður í matargerð ef
sá háttur er hafður á.
A VALKOSTUR
• Bera þarf óáfeng vín fram vel
kæld. Rauðvín 8 - l(fC,
hvítvín 6 - 8' C.
PÓSTHOLF 1751 • 121 REYKJAVÍK
PÖNTUNARSÍM! 91-61 22 99