BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Síða 5

BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Síða 5
Ég tel þessi samtök hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna og þar vantar fleiri hugi og hendur til starfa. Nú í sumar (1988) tókum við fáeinir hjólreiðamenn okkur það á hendur á vegum samtakanna að athuga gaumgæfilega nokkra göngu- og hjólreiðastíga í Reykjavík og senda gatnamálastjóra mat okkar á þeim og tillögur um úrbætur. Niðurstöður okkar urðu einkum þessar: í Reykjavík hafa verið gerðir allmargir göngu- og hjólreiðastígar sem eru nú þegar talsvert notaðir. Þeir væru þó eflaust mun meira notaðir ef betur væri gengið frá þeim, einkum þar sem þeir skera akbrautir, og ef þeir væru betur merktir og meira kynntir almenningi. Göngu- og hjólreiðastíga er ekki að finna á Reykjavíkurkortinu í símaskránni, né heldur á kortum fyrir erlenda eða innlenda ferða- menn. Strætisvagnaleiðum eru sömuleiðis gerð engin eða ófullnægjandi skil á kortum þessum. Úr þessu þarf að bæta. Auk þess að merkja helstu stíga inn á almenn gatnakort þyrfti einnig að gera sérkort yfir helstu göngu- og hjólreiðaleiðir í Reykjavík eða á höfuðborgarsvæðinu. Alvarlegasta málið er að okkar mati frá- gangur göngu- og hjólreiðastíga við gatna- mót. Mjög víða eru háir og brattir kantsteinar sem torvelda umferð hjólastóla, barnavagna og reiðhjóla. Þetta á við um nýlagða stíga ekki síður en gamlar stéttir. Sums staðar vantar í stígana og þarf að hjóla yfir gras eða for. Víða á gatnamótum er gangbrautarmerkingu ábótavant. Bréfinu til gatnamálastjóra fylgdi greinargerð þar sem við lýstum fjölmörgum dæmum af þessu tagi. Við teljum of lítið hafa verið byggt af göng- um undir akbrautir fyrir gangandi og hjól- andi fólk. Undirgangar greiða fyrir allri umferð og draga úr slysahættu. Þeir þurfa ekki að vera dýrir ef þeir eru hóflega víðir og íburðarlausir, einkanlega ef þeir eru byggðir strax þegar vegur er lagður. Miklu skiptir að staðsetja undirganga rétt ásamt stígum að þeim. í því efni hafa verið gerð nokkur mistök, en aðrir eru til fyrirmyndar, t.d. undirgangur undir nýja hluta Bústaðavegarins. Það er vel hægt að hjóla á íslandi Við íslendingar breyttumst svo seint og snögglega úr fátækri bændaþjóð í ríka eyðslu 5

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.