BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 10
Spennið beltin í aftursætunum í marsbyrjun gengu í gildi ný umferðarlög, þar sem m.a. var leitt í lög að hafa bílbeltin í framsætunum spennt. Um mikilvægi belt- anna efast sárafáir, rannsóknir og umfram allt reynslan hefur leitt það í ljós, að afleiðing- ar slysa og óhappa verða til mikilla muna vægari, hafi ökumenn og farþegar beltin spennt, þetta nýmæli í umferðarlögunum er því mikið framfaraspor og á eftir að fækka slysum á fólki, sem lendir í óhöppum. Það er því eðlilegt, að menn hugi að því, hvort ekki eigi jafnframt að skylda þá, sem eru í aftursætum til þess að nota bílbelti. Núorðið eru bílbelti í aftursætum orðinn stað- alútbúnaður í innfluttum bílum og telst ekki lengur til nýmæla eða aukaútbúnaðar, sem fylgja bílnum í innkaupi. Og ekki eru beltin sett í bílana til þess eins að hafa þau þar til skrauts. Það hlýtur því að vera „tímaspurs- mál“ hvenær komi að því að löggjafinn setji um það lög, að belti skuli vera spennt á farþeg- um í aftursæti bifreiða. Má minna á samþykkt í því tilviki, sem gerð var á 15. sambandsþingi Bindindisfélags ökumanna fyrr á þessu ári, þar sem samþykkt var samhljóða áskorun til dómsmálaráðherra um að beita sér fyrir lög- leiðingu bílbelta í aftursætum bifreiða. Hefur BFÖ gengið þar á undan eins og í mörgum öðr- um málum og verið brautryðjandi í að hvetja yfirvöld til þess að samþykkja lög, sem til heilla horfa í umferðinni. Við árekstur margfaldast þyngdaraukning þeirra, sem eru í bílnum og ef þeir eru lausir í bílnum, þá kastast þeir með margföldum þunga sínum á það sem er fyrir framan. Hefur því stundum verið líkt við að sá, sem situr í framsætinu, fái fíl í bakið við árekstur á tölu- verðum hraða, svo mikil verður þyngdar- aukningin við áreksturinn. Sæti í fólksbílum eru ekki gerð fyrir þess háttar uppákomur vitaskuld og þá gjarnan brotna þau, þegar farþegi í aftursætinu kastast á framsætið við 10 áreksturinn og slasast við það yfirleitt. En það er ekki aðeins hann, sem slasast, heldur hinn líka, sem situr í framsætinu, en hefði annars sloppið við áverka, ef aftursætisfarþeginn hefði verið spenntur í bílbelti. Því er það ekki aðeins kappsmál fyrir þann, sem er í aftursæt- inu, að hann sé spenntur til að forðast áverka við óhapp, heldur og hinn líka, sem er í fram- sætinu, að farþegi í aftursætinu sé jafnframt spenntur. Slíkt minnkar líkurnar á að hann verði fyrir áverka af völdum þess, sem kastast fram á við í árekstri. Þá má minna á, að sá sem er í aftursætinu getur flogið út um glugga á bílnum við óhapp og lent undir bílnum, en farþegar í framsæti, sem voru spenntir, sloppið ómeiddir. Kemur þar líka til, að bílveltur eru algengari hér á landi heldur en erlendis vegna malarveg- anna, og þar koma bílbelti verulega að gagni. Gott er jafnframt að venja krakka við að nota bílbelti þegar þau eru á unga aldri og þá verð- ur það eðlilegur hlutur fyrir þau að nota belti, þegar þau fara sjálf að aka bílum eða sitja í framsætum bifreiða. Einnig er gott að nota beltin til þess að styðja við krakka, sem eru að

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.