BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Síða 6

BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Síða 6
Rök fyrir því að nota reiðhjól fremur en einkabíl: * Það er miklu ódýrara (hjól 10.000/bíll 200.000 á ári) * Afar lítil hætta á því að slasa aðra * Sparar orku og önnur náttúruauðæfi * Veldur miklu minni mengun * Sparar gjaldeyri * Sparar viðhald á gatnakerfinu * Sparar bílastæði og gatnagerð * Sparar bæjarfélagi og ríki útgjöld * Dregur úr umferðarþunga * Tekur mun minna pláss * Veldur ekki hávaða * Veldur öðru fólki minni óþægindum * Nýtur betur útsýnisins * Skynjar nánar umhverfið * Tryggir hæfilega líkamsþjálfun og útivist * Eykur þrek og kraft og bætir líðan * Slakar á spennu og streitu * Vinnur gegn offitu og æðasjúkdómum * Bætir svefn * Sýnir samstöðu með þeim sem ekki hafa efni á einkabíl og iðnaðarþjóð að við stukkum yfir ýmis þró- unarstig. Hvað samgöngur varðar slepptum við alveg járnbrautunum og reiðhjól náðu ekki almennri fótfestu áður en bílar flæddu hér yfir allt. Vegir og götur breyttust úr hesta- troðningum í bílvegi og hafa alla tíð verið ill- færir reiðhjólum, fyrst vegna drullusvaðs og svo vegna bíla sem hafa lagt þá undir sig jafn- óðum og þeir urðu greiðfærari. Þó hefur reiðhjólið verið aðalfarartæki margra íslendinga allt frá því í kreppunni, jafnvel fyrr, einkum innanbæjar, en þó veit ég dæmi um mann sem fór um landið á hjóli sér til skemmtunar fyrir mörgum áratugum, ekki ósvipað og útlendingar gera á hálendinu nú. Til að njóta þess að ferðast á reiðhjóli er afar mikilvægt að klæða sig rétt og hafa hentugan útbúnað. í fyrsta lagi að vera léttklæddur til að svitna ekki um of. í öðru lagi að hafa alltaf léttan regngalla með, því jafnvel þótt lagt sé 6 afstað í sólskini að morgni getur rignt á heim- leiðinni síðdegis. Skótauið þarf að þola vætu og aurslettur og til að hlífa buxunum við ágjöf duga mér best léttar, síðar regnbuxur. í seinni tíð hef ég nærri vatnsþétta farangurstösku fasta á hjólinu hvert sem ég fer og set þar regngalla og aðra yfirhöfn auk ýmis konar varnings (t.d. ef ég kaupi í matinn á leiðinni heim úr vinnu). Öryggisbúnaður er afar mikilvægur. Ljós og endurskinsmerki stuðla að því að hjólreiða- maðurinn sjáist í myrkri og dimmviðri. Það borgar sig ekki að spara endurskinsmerkin, bæði að framan, aftan og á hliðum (í teinum hjólanna). Auk þess er gott að hafa utan um sig sérstök endurskinsbelti sem ætluð eru fyr- ir þá sem skokka innanbæjar. Æskilegt væri að hafa léttan hjálm, vel búinn endurskins- merkjum, sem er algengt erlendis en fágætt hér enn sem komið er. Sumir halda að það sé aðeins hægt að hjóla um hásumarið. Því er ég ósammála, en viður- kenni þó að skilyrðin eru best á sumrin, en auk þess ágæt vor og haust. Hér á Suðvestur- horninu er illmögulegt að hjóla 1—3 mánuði á veturna vegna snjóa. Þennan tíma mætti stytta með því að bæta hjólreiðastígana og ryðja af þeim snjónum (en ekki upp á þá eins og oft er gert). Hálka þarf sjaldan að hindra hjólreiðar ef varlega er farið, því reiðhjól eru furðu stöðug í hálku. Á veturna er annað verra en snjór og hálka. Það er mengunin frá bílaumferðinni sem er þá i hámarki. Mest munar um mylsnuna sem myndast þegar nagladekkin spæna upp (rándýrt) malbikið (fyrir utan blý og annað eitur sem ekki sést). í þurru veðri myndast þá ryk sem líklega inniheldur meiri tjöru en sígarettureykur. í vætutíð verður úr þessu ógeðsleg súpa sem bílarnir ausa yfir allt og alla. Svo fer saltið, sem oft er borið ótæpilega á göturnar, afar illa með hjólið. Ég vil að lokum hvetja alla sem vettlingi geta valdið að hjóla sem allra mest af ástæð- um sem ég hef þegar nefnt. Látum það ekki hindra okkur þó ýmsar aðstæður geti verið betri. Þær batna ekki nema við hjólum meira og sýnum sem flestum fram á yfirburði reið- hjólsins sem farartæki innanbæjar fyrir óhreyfihamlað fólk við sæmilega heilsu. Jafn- framt þurfum við að gera sanngjarnar kröfur til yfirvalda um aðstæður sem séu okkur sam- boðnar. □

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.