BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Síða 7
Gunnar Þ. Jónsson:
Viðbrögð
vegfarenda
Þegar slys, eða önnur óhöpp hafa orðið eða
eldur kviknað og sjúkrabílar og slökkvibílar
bruna á staðinn, er mesti farartálminn á leið-
inni oft forvitnir bílstjórar sem leggja bílum
sínum hjá óhappastað, aka framhjá þar að
óþörfu og hindra þar með aðkomu sjúkrabíla
og slökkvibíla.
Þegar umferðarslys hefur orðið, er best að
þeir sem koma fyrst að reyni að tryggja að haft
sé samband við slökkvistöð og lögreglu, þann-
ig að sem stystur tími líði þar til hjálparlið
kemur á staðinn. Þegar neyðarbíllinn keyrir
að slysstað með forgangi (það er með blá ljós
og sírenu) er gott að bílstjórar reyni að halda
sig á hægri akrein þar sem tveggja akreina
götur eru, en þar sem götur eru þröngar er
gott að víkja vel út í kant og nema staðar. í
myrkri er ágætt að umferð sem kemur á móti
og er stopp úti í kanti setji stöðuljós á (það
blindar síður þann sem ekur sjúkrabíl eða
slökkvibíl). Þeir vegfarendur sem eru á slys-
staðnum ættu að reyna að hafa gott pláss fyrir
neyðarbílinn og varast að leggja ökutækjum
of nálægt þannig að hjálparlið geti ekki
athafnað sig hindrunarlaust. Á meðan beðið
er eftir hjálparliði geta vegfarendur hlúð að
slösuðum, t.d. ef öndunarvegur hins slasaða
er lokaður, á að hagræða honum þannig að
hann geti andað og ef um er að ræða slagæða-
blæðingu, reyna að stöðva hana (umbúðir eða
jafnvel fingur). Fólk ætti að varast að hafa
Gunnar Þ. Jónsson
hefur vérið brunavörður
hjá Slökkviliöi Reykjavíkur
síðan 1973.
opinn eld (t.d. sígarettu) vegna íkveikjuhættu
frá bensínleka.
Eftir að hjálparlið kemur á slysstað verða
vegfarendur að gefa því fólki frið til að undir-
búa slasaða til flutnings og hafa það í huga, þó
að þeim finnist hjálparfólkið ekki vera að gera
alveg það sem þeim finnst rétt, að hjálparliðar
eru yfirleitt með mikla þjálfun og jafnvel ára-
tuga reynslu í skyndihjálp við svona aðstæð-
ur. Það kemur nefnilega oft fyrir að hinir og
þessir eru orðnir sérfræðingar og láta ljós sitt
skína. Það getur truflað og jafnvel hindrað
undirbúning á hinum slösuðu til flutnings.
Þegar um eldsvoða er að ræða þarf slökkvi-
liðið að hafa gott vinnupláss vegna tækja
sinna og vatnslagna. Ökumenn ættu aldrei að
aka yfir slöngur slökkviliðs, það gæti orsakað
slys hjá þeim sem treysta á vatnsöflunina í
gegnum slöngurnar á eldstaðinn. Stór hætta
getur verið fyrir forvitna áhorfendur sem
mynda hnapp um brunastaði vegna elds,
sprenginga, hruns og umferðar slökkviliðs.
Vegfarendur ættu að hafa nokkur atriði í
huga þegar þeir eru í umferðinni, það er t.d. að
víkja vel fyrir þeim tækjum sem aka á for-
gangi, þar sem slys hefur orðið, reyna að teppa
ekki aðgang hjálparliðs, hringja á slökkvistöð
eða lögreglu ef þeir koma fyrstir að slysi
(tryggja að það sé gert). Ennfremur mættu
þeir sem aka í umferðinni hafa það í huga að
slökkvibílar og sjúkrabílar eru ekki að biðja
um forgang nema þegar þeir eru með blá ljós
og sírenur, það gæti orsakað aftanákeyrslu
þegar bílar nema snögglega staðar fyrir þess-
um tækjum ótímabært t.d. á aðalbraut, þegar
slökkvibílar og sjúkrabílar eru eins og aðrir
bílar í umferðinni án forgangs. 7