BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Síða 4

BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Síða 4
Árni Einarsson: Áfengi í umferðinni Áhætta sem við eigum ekki að sætta okkur við Bílstjórar með meira en 0,5 prómill vínanda í blóði eru í 160 sinnum meiri lífshættu en þeir sem aka með minna en 0,5 prómill vínanda í blóði! Hvað segja umferðarlögin um ölvunarakstur? í umferðarlögum segir að ökumaður skuli vera líkamlega og andlega fær um að stjórna því ökutæki sem hann fer með. Kveðið er á um að ökumaður megi ekki neyta áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna við stjórn vélknúins ökutækis. Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,5 prómill til 1,2 prómill, eða hann er undir áhrifum áfengis, þótt vínandamagn í blóði hans sé minna, telst hann ekki getað stjórnað ökutæki örugglega. Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 1,2 prómill eða meira telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki. Ef brotið er gegn þessum ákvæðum skal ökumaður sviptur ökuréttindum eigi skemur en eitt ár nema til komi sérstakar málsbætur og við ítrekað bort missir hann réttindin í a.m.k. tvö ár og sé um ítrekaða ölvun yfir 1,2 prómill að ræða er sviptingin a.m.k. þrjú ár. Annars getur brot á þessum ákvæðum umferðarlaganna sem öðrum varðað varð- haldi eða fangelsi allt að tveimur árum. Af þessu er ljóst að löggjafinn lítur svo á að ölvunarakstur sé alvarlegt mál. En hve alvarlega taka ökumenn ákvæði 4 Árni Einarsson er ritari nefndar um áfengisvarnir. umferðarlaga og þá áhættu sem augljóslega fylgir ölvunarakstri? Ölvun og umferðarslys í lögregluskýrslum frá 1987 kemur fram að ölvunarakstur er íjórði stærsti orsakavaldur- inn í umferðarslysum en 11,6% þeirra eru rakin til áfengisneyslu ökumanns. Ölvaðir ökumenn sem eiga aðild að umferð- arslysum eru fjölmennastir í aldurshópnum 17-20 ára. Á móti hverjum einum drukknum ökumanni á aldrinum 25-64 ára koma sex 17-20 ára! Árlega eru um 2.500 ökumenn sviptir öku- réttindum vegna ölvunar við akstur. Af þeim er meira en helmingur með vínandamagn yfir 1,2 prómill í blóðinu og eru því alls ófærir um að stjórna vélknúnu ökutæki. Áhættan Engin raunhæf vitneskja er til um hve mikil brögð eru að ölvunarakstri hérlendis. Tölur um grunaða um ölvunarakstur og öku- leyfissviptingar segja aðeins takmarkaða sögu.

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.