BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 3
Ólafur Haukur Árnason:
.. og mönnunum
munar...“
„Það er svo bágt að standa í stað
og mönnunum munar
annaðhvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið.“
J.H.
Um þessar mundir, þegar framundan virð-
ast örlagaríkar breytingar á áfengismála-
stefnu og drykkjusiðum Islendinga, hvarflar
hugurinn öld aftur í tímann.
A Alþingi 1887 fékk Jón skáld Ólafsson,
þáverandi stórtemplar nýstofnaðrar Stór-
stúku íslands, samþykkt lagafrumvarp um
veitingu og sölu áfengra drykkja. Frumvarpið
var samþykkt með miklum meirihluta
atkvæða. Meðal ákvæða laganna, þeirra sem
til nýmæla máttu teljast, var að staupasala
við búðarborð var afnumin, snapsagjafxr voru
bannaðar og engir nema veitingamenn máttu
selja áfengi í minna en 3 pela skömmtum.
Gjöld fyrir vínveitingaleyfi voru einnig
ákveðin og veitingamaður skyldur að geta
hýst ákveðinn Qölda ferðamanna.
Með setningu þessara laga var í raun hafin
sú áfengismálastefna sem fram var haldið af
meirihluta Alþingis og þjóðarinnar fram und-
ir 1920 og stuðlaði að því að á þessum áratug-
um dró jafnt og þétt úr drykkjuskap og áfeng-
isböl var nánast óþekkt hugtak á síðustu
árum þessa skeiðs.
Um aldamótin gengu í gildi ný lög um versl-
un og veitingar áfengra drykkja. Með þeim
var héraðabann heimilað. Ákveðin eru há
Ólafur Haukur Árnason
er áfengisvarnaráðunautur
ríkisins
gjöld fyrir leyfi til áfengisverslunar og áfeng-
isveitinga. Árlegt gjald fyrir vínveitingaleyfi
er til að mynda 300 kr., ef veitingahúsið er í
kaupstað, en 200 kr. ef það er utan kaupstaða.
Til samanburðar má geta þess að sex árum
síðar, þegar verkamannafélagið Dagsbrún
var stofnað, var kaup verkamanna 25 aurar á
klukkustund. Gott þótti ef mánaðarlaun náðu
50 til 60 krónum. - í þessum aldamótalögum
voru einnig ákvæði um að enginn væri
skyldugur til að greiða skuldir sem stofnað er
til vegna áfengiskaupa. - Á þessu ári voru og
samþykkt lög um bann við gerð áfengra
drykkja á íslandi.
Á þessum tíma er um þróun að ræða hvað
áfengismálastefnu varðar enda fækkaði vín-
sölubúðum og vínveitingaleyfum jafnt og
þétt. Árið 1905 voru til að mynda einungis 5
eða 6 gestgjafar með vínveitingaleyfi.
Nú er öldin önnur. Öfugþróun hefur ein-
kennt áfengismálastefnu íslendinga um langt
skeið. Ekki hefur verið meira drukkið í land-
inu, síðan skráning neyslu hófst, en þann ára-
tug sem nú er brátt á enda. Upp er jafnan skor-
ið eins og til er sáð.
Nú eru snapsagjafir kaupsýslumanna ekki
bannaðar. Haugdrykkja í tengslum við kynn-
BFÖ-blaðtð • 1/1989
Útgefandi: Bindindisfélag ökumanna,
Lágmúla 5, 108 Reykjavík, sími 83533.
Ritnefnd: Sigurður Rúnar Jónmundsson (ritsj. og áb.m.),
Halldór Árnason og Jónas Ragnarsson.
Myndir: Heimir Óskarsson (bls. 1,8,9,13) og JónasRagn-
arsson (bls. 4, 6, 7,11).
Prentun: GuðjónÓ hf.
Upplag: 3.500 eintök Apríl 1989
3