BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 4

BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 4
ingu á varningi er látin óátalin þó að ýmsar menningarþjóðir flokki slíkt undir ólögmæta viðskiptahætti, jafnvel mútur. Að vísu tíðkast staupasala við búðarborð ekki lengur en börum eða víngörðum hefur íjölgað gífurlega síðustu áratugina - og er þó ekki stafkrókur í lögum fyrir því að slíkur áfengisaustur, sem við þau söluborð fer fram, sé leyfilegur. Árið 1953 hafði eitt veitingahús í landinu vínsöluleyfi. í janúar í fyrra voru þau 131 og nú í ársbyrjun 148. Árlegt gjald fyrir vínveit- ingaleyfi var fimmföld eða sexföld mánaðar- laun verkamanns í aldarbyrjun. Nú er þetta gjald 18.100 kr. Er nema eðlilegt að spurt sé: Hvers á þessi þjóð eiginlega að gjalda að vín- sölulýður skuli vera forréttindastétt? Nú er ekki lengur bönnuð áfengisgerð á ís- landi. Á vordögum 1986 samþykkti Alþingi eftir óvenju snögga umfjöllun og litlar umræð- ur frumvarp um breytingu á lögum um versl- un ríkisins með áfengi, tóbak og lyf. Þar er fjármálaráðherra heimilað að veita öðrum aðiljum en ÁTVR „leyfi til að framleiða áfenga drykki.“ Með þessari samþykkt var horfið frá þeirri meginstefnu í áfengismálum að leitast við að koma í veg fyrir að einstakl- ingar hagnist á aukinni drykkju. Þarna réðu mestu, ef litið er á greinargerð með frumvarp- inu, gróðavonir fyrirtækis sem „lætur fram- leiða vodka fyrir sig í Stóra-Bretlandi.“ Síðustu vikurnar og mánuðina skreiðist svo fram úr skúmaskotum margs konar myrkra- lýður og ætlar sér að maka krókinn á bjór- framleiðslu og bjórsölu. Þar er margur sótraft- urinn á bjórsjóinn dreginn og vonandi að sú ferð verði engum þeirra til fjár. Ekki er þó alveg víst að sigur gróðaaflanna á heilbrigðri skynsemi verði langær þessu sinni. Má vera að innan tíðar taki okkur að miða „nokkuð á leið.“ Austan hafs og vestan gerast nú mikil tíðindi. Bæði Bandaríkja- menn og Sovétmenn hafa hækkað lögaldur til áfengiskaupa í 21 ár. Bandaríkjamenn hafa samþykkt að framvegis skuli prentaðar viðvaranir á allar áfengisumbúðir. Sovét- mönnum hefur tekist að draga úr drykkju um meira en helming frá 1985. Svo kann að fara að sú íslenska minnimátt- arkennd, sem á drýgstan þátt í undanlátssemi við áfengisgróðalýð, verði aðhlátursefni af- 4 komenda okkar áður en langir tímar líða. Hvað geta óánægðir viðskiptamenn tryggingaféiaganna gert? Oft heyrist því fleygt að tryggingafélögin fari illa með bíleigendur, greiði ekki fyrir tjón eins og tjónþoli telur sig eiga rétt á og að smáa letur tryggingaskilmálans undanskilji flest tjón og þess vegna borgi sig varla að tryggja. Verður tjónþoli að sætta sig við niðurstöðu tryggingafélagsins eða getur hann leitað rétt- ar síns og þá hvar? Þegar ökumenn lenda í tjóni er afar áríð- andi að vanda vel útfyllingu á vettvangs- skýrslunni, sem var gefin út við gildistöku nýju umferðarlaganna 1. mars 1988 og á að vera til staðar í hverjum bíl. Þar á að koma fram allt það sem skiptir máli og báðir öku- menn undirrita skýrsluna. Mikilvægt er að temja sér nákvæmni í útfyllingu skýrslunnar því að vandlega útfyllt skýrsla skiptir miklu máli þar sem bótastaða ökumanna er metin á grundvelli hennar. Ef gerlegt er að ná í vitni, þá er slíkt vitaskuld mjög til bóta og lýsing þess getur skýrt málið mjög. Það þýðir lítið að koma með athugasemdir eftir á hafi eitthvað komið í ljós sem máli skiptir. Þá er líklegt að staðhæfing standi gegn staðhæfingu.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.