BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 12
Félagsstarfið
Tvö hundruð nýir félagar
Átak til fjölgunar félagsmanna í BFÖ nú í
byrjun ársins hefur borið mikinn árangur.
Um tvö hundruð félagar hafa bæst við þá rúm-
lega þúsund sem fyrir voru í samtökunum.
Það munar um minna.
Ráðstefna um ölvunarakstur
Þann 26. nóvember s.l. gekkst Bindindisfé-
lag ökumanna fyrir ráðstefnu um ölvunar-
akstur. Markmið ráðstefnunnar var að vekja
athygli á og ræða þann mikla vanda sem staf-
ar af akstri ölvaðra ökumanna. Til ráðstefn-
unnar hafði verið boðið fulltrúum stofnana og
félagasamtaka, sem láta þessi mál sig varða.
Alls voru ráðstefnugestir um 30 talsins.
Sigurður Helgason, fulltrúi hjá Umferðar-
ráði, minnti á þá staðreynd að 2.700 ökumenn
hafi verið teknir ölvaðir við akstur árið 1987
og það sýni svo ekki verði um villst að
ölvunarakstur sé vandamál hér á landi. Þá
upplýsti Sigurður að í tíunda hverju umferð-
artjóni er ölvun orsakavaldur en þegar um
alvarleg slys er að ræða þá á ölvun sök á
fimmta hverju slvsi.
Ómar Smári Ármannsson, lögreglumaður,
sagði frá því að afleiðingar ölvunaraksturs
væru oft miklu alvarlegri en almenningur
gerði sér grein fyrir. Sagði Ómar Smári að lög-
reglumenn hefðu almennt af því áhyggjur að
vandamál ölvunaraksturs myndu aukast til
muna með tilkomu bjórsins. Lögreglan myndi
vissulega ekki láta sitt eftir liggja í barátt-
unni við ölvunarakstur.
Brynjar Valdimarsson, forseti BFÖ, kynnti
það stefnumál félagsins að áfengismörk við
akstur skyldu vera 0,0 prómill, þ.e. alls ekkert
áfengi mætti mælast í blóði ökumanns. Sagði
Brynjar að þetta baráttumál væri sameigin-
legt hjá öllum BFÖ samböndunum á Norður-
löndunum. Á eftir framsöguerindum urðu líf-
legar pallborðsumræður, sem Haukur ísfeld
stýrði. Tóku ýmsir til máls og áttu það allir
sameiginlegt að telja bjórkomuna 1. mars
12 geta leitt afsér aukin vandamál í umferðinni.
Komu fram ýmsar góðar hugmyndir og ábend-
ingar um hvernig félagasamtök og einstakl-
ingar gætu komið á framfæri kynningu og
áróðri gegn ölvunarakstri. Aðstandendur ráð-
stefnunnar voru mjög ánægðir með það sem
fram kom og munu hugmyndir og ábendingar
verða teknar til athugunar af stjórn BFÖ.
s.r.j.
Aðalfundur NUAT
Samband bindindisfélaga ökumanna á
Norðurlöndum, NUAT (Nordisk union for
alkoholfri trafikk), hélt aðalfund sinn þann
25. febrúar s.l. í Gautaborg. Lagt var fram
yfirlit yfir starfsemi sambandsins s.l. þrjú ár.
Helstu verkefni voru samræming lagasetn-
ingar vegna áfengis og umferðar á Norður-
löndum, auk eflingar þeirra félaga sem starfa
að þessum málefnum.
Nýr formaður NUAT var kjörinn Geir Riise
frá Noregi, en framkvæmdastjórn verður
tengd skrifstofu MHF í Svíþjóð. Fulltrúi
íslands í stjórn NUAT er Gunnar Þorláksson.
Sama dag var haldinn aðalfundur ung-
mennasambands NUAT og sátu Einar Guð-
mundsson og Aðalsteinn Gunnarsson þann
fund. Nýr formaður sambandsins var kjörinn
Hakon Aurlien, en fulltrúi íslands í stjórn er
Einar Guðmundsson.
Þann 24. febrúar var haldinn aðalfundur
IAMA en það eru alþjóðasamtök BFÖ. For-
maður samtakanna Geoffrey Williams frá
Englandi var endurkjörinn formaður. Full-
trúi íslands í varastjórn er Sveinn H. Skúla-
son.
í tengslum við fundinn var ráðstefna um
áfengi og umferð. Einn af færustu vísinda-
mönnum heims á þessu sviði Rune Andreas-
son hélt þar langt og fróðlegt erindi um kann-
anir sem gerðar hafa verið á áfengi og umferð.
Einnig töluðu þar forsvarsmenn starfseminn-
ar í Noregi og Svíþjóð og var þar mest rætt um
hina nýju stefnu sem gerir ráð fyrir að
hámark áfengisneyslu þess sem ekur farar-
tæki verði fært í 0,0 prómill. Ljóst er að
íslenskir bindindismenn eiga mikið starf fyrir
höndum við að sannfæra ráðamenn um nauð-
syn þess að þrengja þau mörk sem verið hafa,
og ekki minnkar nauðsyn þess með tilkomu
bjórsins. g.þ.