BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 11

BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 11
erfiðara með að meta aðstæður og afleiðingar gerða sinna. 18% NEYTA EKKI AFENGIS 82% NEYTA AFENGIS verulega fækkandi eins og Gallup-könnunin gefur til kynna. Fækkun áfengisneytenda er enn meiri í aldurshópnum 15-20 ára ef miðað er við kannanir Landlæknisembættisins 1984 og 1986 (2). Árið 1984 segjast 87% skólanema á þessum aldri hafa neytt áfengis en 85% árið 1986. í Gallup-könnunnni segjast 60% hafa neytt áfengis. Sú könnun náði til allra í þess- um aldurshópi eins og áður segir en kannanir Landlæknisembættisins aðeins til skólanema og kann það að hafa áhrif. Könnun landlækn- is var gerð í þriðja sinn fyrir skömmu og er niðurstaðna að vænta innan fárra mánaða. Ölvunarakstur Spurt var hvort viðkomandi hefði verið í bíl síðustu 12 mánuði þar sem ökumaður var undir áhrifum áfengis. Um 9% svöruðu ját- andi. Verulegur munur var þó eftir aldri. í aldurshópnum 15-24 ára sögðust 20% hafa verið í bíl síðustu 12 mánuði þar sem ökumað- ur var undir áhrifum áfengis. Þetta verða að teljast kvíðvænlegar niðurstöður. Átök algeng Spurt var hvort viðkomandi hefði verið við- staddur/viðstödd átök eða ryskingar sem rekja mátti beint til áfengisneyslu á síðustu 12 mánuðum. Rúmlega Qórðungur spurðra sagði svo vera. í aldurshópnum 15—24 ára svaraði rúmlega helmingur spurðra þessu ját- andi. Mikil áhætta fylgir átökum og rysking- um. Til þeirra má rekja mörg slys, meiðsl og manndráp. En undir áhrifum áfengis á fólk Meirihlutinn vill minni drykkju Þrátt fyrir þessar dökku hliðar og þá stað- reynd að rúmlega 8 af hverjum 10 íbúum landsins 20 ára og eldri neytir áfengis vill meirihluti fólks, eða 84%, að dregið verði úr neyslu áfengis. Margir fylgjandi bindindi Um 24% allra sem spurðir voru töldu að fólk ætti alls ekki að neyta áfengis. í elsta aldurs- hópnum taldi helmingur fólks að svo ætti að vera. Athyglisvert er að bera saman fjölda þeirra sem neyta ekki áfengis og fjölda þeirra sem telja að fólk eigi alls ekki að neyta þess. 60 óra 15-24 25-34 35-44 45-59 og ára ára ára ára eldri Neyta ekki áfengis.......... 28,7% 16,1% 19,0% 24,2% 33,3% Telja að fólk eigi alls ekki að neyta áfengis.......... 15,9% 10,3% 25,5% 36,8% 47,2% Munurinn í aldurshópnum 15-24 ára er mjög athyglisverður. Mun færri telja að fólk eigi ekki að neyta áfengis en fjöldi neytenda gæti gefið til kynna, þ.e.a.s. ef miðað er við að samræmi sé í atferli og venjum og viðhorfum. Þetta eru góðar fréttir í ljósi áfengisvarna en telja verður ólíklegt að sá hópur sem þarna er um að ræða taki virkan þátt í áfengisvörn- um t.d. með því að taka þátt í félagsstarfi sem miðar að því að áfengis verði yfirleitt alls ekki neytt. Fleira forvitnilegt í þessari könnun var einnig spurt um við- horf til áfengisveitinga, tollfrjálsrar áfengis- sölu, aldursmarka við áfengiskaup og fleira. Væntanlega verður greint frá þeim niðurstöð- um í næsta blaði. Heimildir: 1. Tómas Helgason: Aðferðafræðilegur vandi við kann- anir á áfengisneyslu. Læknablaðið 15. aprll 1988. 2. Guðrún R. Briem: Könnun á notkun áfengis, tóbaks, ávana- og fíkniefna 15-20 ára skólanemenda í mars- mánuði 1986. Landlæknisembættið 1988. 11

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.