BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 13
Sjónarmið lesenda
Geta gleraugnaumgjarðir
þrengt sjónsviðið?
Sjón er öllum nauðsynleg og mörgum eru
gleraugun þau tæki sem með þarf til þess að
sjálfsögð mannréttindi fái notið sín. Þar sem
þörfin er svona almenn þá hleypur auðvitað
skrattinn í hana, í formi alls konar tísku og
forms, hægt er að fá umgjarðir í öllum regn-
bogans litum og með flestum þeim formum
sem hæfa nefi og eyrum.
En þá vaknar spurningin: Geta gleraugna-
umgjarðir valdið umferðaróhöppum? Þykk og
mikil umgjörð og breiðar gleraugnaspangir
eru nú ekki beint það sem bætir útsýnið gegn-
um nýju, dýru gleraugun. Ef athugað er hvað
mikið sjónsvið tapast með þessum nýju flottu
tískugleraugum kemur í ljós að gleraugna-
umgjörðin hylur um það bil 15% af sjón-
sviðinu og jafnvel meira ef umgjörðin er mjög
þykk. Þetta getur orðið til trafala þegar horft
er til hliða til að huga að umferðinni.
Svo gerast óhöppin í umferðinni, árekstrar
með meira eða minna tjóni og þegar skýrslur
um óhappið lenda á borði tryggingafélaganna
má oft lesa: „Ég sá ekki bílinn“. Og auðvitað
er þetta satt, því á þeirri stundu sem horft var
til hliðar var bíll hins aðilans í hvarfi bak við
gleraugnaumgjörð eða kannske í hvarfi við
dyrastaf bí lsins.
Ég legg til að þetta verði rannsakað gaum-
gæfilega. Einnig legg ég til að menn noti ekki
þykkar og miklar hornspangaumgjarðir þeg-
ar þeir aka bíl, heldur fjárfesti í gleraugum
þar sem umgjörðin er sem allra þynnst. Væri
ekki tímabært að fara í saumana á svona hlut-
um til þess að reyna að fækka óhöppum í
umferðinni? Eitthvað er að. Við erum ekki öll
glannar í umferðinni, en samt lendum við
stundum í súpunni.
Benny H. Magnússon.
ÐFÖ-aðild borgar sig
Með stuttu millibili hef ég fengið senda tvo
gíróseðla frá BFÖ, annan að fjárhæð 1.200 kr.
fyrir félagsgjaldi þessa árs og hinn að fjárhæð
500 kr. andvirði tveggja happdrættismiða.
Fyrir þetta fæ ég ýmsa þjónustu félagsins og
geri mér jafnvel von um vinning í happdrætt-
inu. Með seinni seðlinum fylgdi þjónustuskrá
BFÖ sem hefur að geyma nöfn fjölda fyrir-
tækja víðs vegar um landið sem bjóða félags-
mönnum BFÖ afslátt af vörum sínum eða
þjónustu. Afslátturinn er allt frá 5% til 100%
en algengastur er 10% afsláttur.
Mér lék forvitni á að vita hve langan tíma
það tæki mig að endurheimta útgjöld mín til
BFÖ í formi raunverulegs afsláttar. Gíróseðill
fvrir tryggingariðgjaldi bílsins barst frá
Ábyrgð hf. sama dag og þjónustuskráin.
Fyrirtækið veitir 5% afslátt af ábyrgðar- og
kaskótryggingu. Mér reiknast til að upphæð
iðgjaldsins hefði orðið um 1.900 kr. hærri án
aðildar að BFÖ. Dágóð upphæð það. Þó er ég
með 70% ábyrgðarbónus og 40% kaskóbónus.
í liðinni viku gat ég notað þjónustukortið þrí-
vegis. Hjá Smurstöðinni í Kópavogi fékk ég 100
kr. afslátt og hjá Bón- og þvottastöðinni fékk ég
80 kr. afslátt. Loks þurfti ég að fá mér ný gler-
augu. Þjónustuskráin benti á tvo valkosti,
Gleraugnamiðstöðina og Gleraugnaverslun-
ina Sjón og gleraugun urðu 700 kr. ódýrari.
Á innan við mánuði hef ég sparað mér 2.780
kr. með aðild minni að BFO sem er 1.080 kr.
umfram félagsgjaldið og happdrættismiðana.
Einungis með viðskiptum við fjóra aðila. Ég á
eftir að láta smyija bílinn a.m.k. fjórum sinnum
á árinu, þvo og bóna hann álíka oft, láta stilla
vélina og ljósin, umfelga í vor og í haust, kaupa
dekk auk viðlegubúnaðar fyrir sumarfríið þeg-
ar ég fer hringveginn með fjölskyldunni.
Á nægður félagsmaður. 13