BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 9

BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 9
með vona ég að dragi smátt og smátt úr neyslu á sterkum drykkjum. Þessari breytingu hefur verið vel tekið, m.a. af samtökum bindindis- manna og yfirvöldum heilbrigðismála. Getum uið ekki orðið öðrum þjóðum fyrir- mynd í bindindismálum? Auðvitað er það hugsanlegt. Mér finnst þó, og dæmi það af ferðalögum mínum víða um heim, að neysla á áfengi í öðrum löndum, og öðrum heimshlutum, er mjög bundin sið- menningu og sögulegum hefðum. Þar á ég bæði við mikil víndrykkjulönd í Suður-Evrópu og lönd í Asíu þar sem allt áfengi er víða bannað. Þess vegna held ég að það sé erfitt að verða einhver fyrirmynd að þessu leyti. Hins vegar getum við í áfengisvörnum og tóbaks- vörnum reynt að beita aðferðum sem við hugs- um upp sjálfir eða tökum upp frá öðrum. Það er fullur vilji til þess bæði af hálfu fjármála- ráðuneytisins og heilbrigðisyfirvalda. Eru ekki meiri líkur áþuí að eftir okkur uerði tekið í tóbaksuörnum? Jú, ég held að það gegni öðru máli um tóbakið. Víða í okkar heimshluta er viður- kennt að tóbaksneysla geti leitt til alvarlegra sjúkdóma og spilli líka andrúmsloftinu á vinnustöðum og í heimahúsum, og að það sé liður í daglegum mannréttindum að vera laus við tóbaksreyk. Tóbaksneysla er sums staðar bönnuð á vinnustöðum og í veitingahúsum, sífellt stærri hluti farrýmis í flugvélum er reyklaust svæði og æ fleiri hótel bjóða upp á herbergi þar sem aldrei hefur verið reykt. Munurinn er sá að ef menn neyta tóbaks á annað borð þá neyta þeir þess oft á dag en áfengis neyta menn sjaldan. Samkuæmt lagabókstafnum er Áfengis- og tóbaksuerlsun ríkisins rekin íþuí skyni að afla ríkissjóði tekna. Áþað sjónarmið nokkuð leng- ur rétt á sér sem eina rekstrarsjónarmiðið? Nei, það er alveg hárrétt. En pólitísk stefnumótun varðandi þessa vörutegund er á ábyrgð stjórnvalda á hverjum tíma og þeirra sem kjörnir eru til að móta þá afstöðu. Það gætu komið hér stjórnvöld sem vildu ekki fá svona tekjur og vildu afla þeirra með allt öðr- um hætti. Þær ákvarðanir sem hér hafa verið teknar hafa allar verið á þann veg að menn vilja ekki gera áfengi að almennri vöru sem kaupmenn selja, heldur sé þetta sérstök vara, hættuleg vara, sem menn að vísu gera kröfu til að fá að neyta vegna siðmenningar og sögu- legrar hefðar. En huað segir þú um það að bjóða jafnframt upp á óáfeng uín í uínbúðum, eins og gert er til dæmis í Suíþjóð? Ég sé ekkert á móti því. Mér finnst sjálfsagt að þeir sem fara í vínbúð til að kaupa áfeng vín til heimilisnota geti á sama stað keypt óáfeng vín. í þeim fáu veislum sem ég hef haldið sem fjármálaráðherra hefur verið lögð áhersla á að mönnum sé boðið hvort tveggja, og einnig vatn. Huer er afstaðaþín tilþess að opinberir aðil- ar hætti að ueita áfengi og tóbak? Auðvitað getur það komið til greina, en ég hef ekki velt því svo nákvæmlega fyrir mér. Þeir sem vilja efla bindindi og draga úr neyslu áfengis verða þó að horfast í augu við það að við lifum í þjóðfélagi þar sem menn krefjast þess að einstaklingurinn hafi mikið frelsi. Það er þversögnin milli frelsiskröfu annars vegar „Mér finnst sjálfsagt að þeir sem fara í vínbúð til að kaupa áfeng vín geti á sama stað keypt óáfeng vín,“ segir fjármálaráðherra.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.