BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 8

BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 8
„Ég á auðvelt með að gera mér í hugarlund samfélag án áfengis“ -segir Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra í viðtali við BFÖ-blaðið Það er eitt af sérkennum íslenska þjóðfé- lagsins að hvaða þegn sem er getur hitt hvaða ráðherra sem er í vikulegum viðtalstímum þeirra. Hins vegar er erfiðara að fá tækifæri til að hitta ráðherra í góðu tómi til að taka við þá viðtal. Þetta reyndum við í ritnefnd BFÖ- blaðsins, enda er ráðherrann sem í hlut á í einu valdamesta ráðherraembættinu, Ólafur Ragnar Grímsson íjármálaráðherra og for- maður Alþýðubandalagsins. Þrátt fyrir að við nýttum okkur viss tengsl í ráðuneytinu var erfitt um vik. Þegar tíminn var að renna frá okkur og ráðherrann á förum til útlanda var eina ráðið að sitja fyrir honum í ráðuneytinu eftir vinnutíma, kvöldið fyrir ferð hans til Sovétríkjanna. Þetta var í byrjun mars, ráð- herrann hafði verið á blaðamannafundi og var væntanlegur í ráðuneytið. Hann kom á til- settum tíma en þurfti að sinna brýnum erind- um, afgreiða mál sem embættismenn báru undir hann, taka á móti einhverri sendinefnd og tala í síma við forsætisráðherra og sovéska sendiherrann. Það var farið að líða að kvöld- mat þegar röðin kom að okkur. Ólafur Ragnar var virðulegur í fasi en hlýlegur, þegar hann tók á móti okkur, og ekkert var sjálfsagðara en að svara nokkrum spurningum blaðsins. Fyrst lék okkur forvitni á að kynnast afstöðu Ólafs Ragnars til áfengis og tóbaks. Ég hef nú ætíð verið mjög bindindissinnað- ur, enda alinn upp í slíku umhverfi. Foreldrar mínir voru það líka, sérstaklega faðir minn sem var forystumaður í bindindishreyfing- unni á Vestfjörðum. Ég hef aldrei reykt og aldrei haft til þess löngun. Reyndar ekki held- ur löngun í áfengi og neytti ekki áfengra drykkja fyrr en ég var kominn vel á fullorðins- ár og þá eingöngu borðvína með máltíðum. Sterka drykki hef ég aldrei notað. Bjór finnst mér ekki mjög góður. Þegar mín persónulega 8 afstaða er metin í heild held ég að hún sé mjög í anda bindindisstarfs og aðhalds í þessum efnum. Koma þessi viðhorf fram í stefnu fjármála- ráðuneytisins eftir aðþú tókst við? Það hefur ekki gefist mjög langur tími til að móta slíka stefnu, fjárlögin og mál tengd þeim tóku fyrstu mánuði mína í þessu embætti. Þó hef ég nýlega tekið ákvörðun sem að vissu leyti sýnir breytta stefnu þegar við verð- ákvörðun á áfengi í febrúarþyrjun var verð- lagningunni breytt á þann veg að létt vín og bjór verða hlutfallslega ódýrari en sterk vín. Bilið milli þessara tegunda mun vaxa og þar Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segist aldrei hafa reykt og hann neytti ekki áfengra drykkja fyrr en hann var kominn vel á fullorðinsár og þá eingöngu borðvína með máltíðum. Sterka drykki hefur hann aldrei notað.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.