BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 5

BFÖ-blaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 5
Ef um verulegt eignatjón er að ræða er betra að kalla til lögreglu svo að sem best sé frá öll- um málum gengið. Kalla skal lögreglu til á vettvang, ef minnsti grunur leikur á, að um slys á fólki sé að ræða. Það er alltaf verra að koma nokkrum dögum síðar og segjast fmna til einhvers staðar. í um 90% tilvika kemur ekki upp ágreining- ur varðandi bótaskyldu eða niðurstöður tryggingafélaga. Þá eru um 10% eftir þar sem um ágreining er að ræða. Helst er það í málum þar sem skipta verður tjóni miðað við sök. Hvað geta menn gert ef þeir sætta sig ekki við niðurstöðu tryggingafélaganna? Lögmannanefndin Frá ársbyrjun 1977 hefur starfað lög- mannanefnd á vegum tryggingafélaganna, þangað sem óánægðir viðskiptamenn geta áfrýjað niðurstöðu tryggingafélagsins eða félaganna ef um tvö félög er að ræða. í þessari nefnd eru 5 lögmenn, einn frá hverju trygg- ingafélagi, og ræður einfaldur meirihluti um niðurstöðu. Einnig geta menn skilað séráliti. Nefndin íjallar m.a. um skiptingu á sök eða bótaskyldu. Er þá aftur komið að því, hversu mikilvægt það er að fylla vettvangsskýrsluna nákvæmlega út, því hún er það eina sem lög- mannanefndin hefur í höndunum til að byggja niðurstöðu sína á. Lögmannanefndin aflar ekki gagna, heldur byggir hún á þeim gögnum sem hún fær send til sín. Það er tryggingafélagið sem vísar máli til lögmannanefndarinnar, uni viðskiptamaður ekki niðurstöðu þess. Kostar slík áfrýjun 15 þúsund krónur og greiðir viðkomandi trygg- ingafélag þann kostnað. Hafa tryggingafélög- in skuldbundið sig til þess að hlýta niðurstöð- um lögmannanefndarinnar. Nefndin heldur vikulega fundi að meðaltali og er tekin hlut- læg afstaða í hverju máli fyrir sig og skilað rökstuddum úrskurði í sakamati. Nefndin hefur sparað mönnum fé og fyrirhöfn þar sem yfirleitt eru niðurstöður komnar eftir 4 vikur. Alls fékk lögmannanefndin um 450 mál á síðasta ári. Yfirleitt eru þessi mál komin til vegna sakarskiptingar í árekstramálum. í fyrra voru árekstrar um 13 þúsund talsins og er því mikill minnihluti sem er óánægður með niðurstöðu tryggingafélaganna og leitar til lögmannanefndarinnar með niðurstöðu á sín- um málum. Yfirleitt virða menn niðurstöður nefndarinnar og leita ekki til dómstóla með mál sín. Fólk er upplýstara í dag um mistök sín og er tilbúnara til þess að viðurkenna þau, þar sem umferðarlögin taka oft á tíðum af all- an vafa, hver sé í rétti og hver ekki. Neytendaþjónusta Tryggingaeftirlitsins Ef tryggingatakar eru ekki sammála úr- skurði tryggingafélags geta þeir leitað til Neytendaþjónustu Tryggingaeftirlitsins. Hún er til húsa á Suðurlandsbraut 6 í Reykja- vík og svarar í síma 91-685188 miðvikudaga til föstudaga kl. 10—12. Hlutverk Trygginga- eftirlitsins er að hafa eftirlit með starfsemi tryggingafélaganna, hvort eitthvað sé að- finnsluvert í starfsemi þeirra eða niðurstöð- um í einstaka málum. Á síðasta ári höfðu um 260 aðilar samband við Neytendaþjónustuna og þeim fjölgar ár frá ári sem nýta sér þessa þjónustu. Tryggingaeftirlitið skiptir ekki sök í einstaka málum og hefur ekki úrskurðar- vald. Hins vegar ef því finnst eitthvað vera ábótavant í starfsemi einhverra tryggingafé- laga þá er slíkt athugað. Mest eru það árekstr- armál sem eru tekin fyrir. Þarf þá að sætta tjónþola og tryggingafélag og er Neytenda- þjónustan eins konar milligönguaðili í málum sem þessum. Neytendaþjónustan tekur fyrir allar tegundir trygginga og er mönnum frjálst að koma með hvers konar athugasemdir til Tryggingaeftirlitsins, bæði í sérstökum málum, sem og því, sem betur mætti fara í starfsháttum tryggingafélaganna. p.þ. 5

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.