BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 5
Árni Einarsson:
Eftir einn ...
ei aki neinn
Umferðarslys og áfengisneysla eru hvort
um sig mikil heilbrigðisvandamál hér á landi
eins og í flestum vestrænum löndum. Áfeng-
isneysla á drjúgan og sennilega vaxandi þátt í
umferðarslysum einkum þegar um alvarleg
líkamsmeiðsl og dauðaslys er að ræða. Upp-
lýsingar benda til að um íjórðung dauðaslysa
í umferðinni megi rekja til ölvunaraksturs
hér á landi og fimmtung alvarlegri slysa.
Bindindisfélag ökumanna telur tímabært
að taka ölvunarakstur fastari tökum en nú er
gert og freista þess að afmá þennan hættuvald
úr umferðinni. í Svíþjóð og Noregi hefur farið
fram mikil umræða um ölvunarakstur og
þann toll sem hann tekur í mannslífum og
heilsu. í Svíþjóð hafa mörk um leyfilegt vín-
andamagn í blóði ökumanna verið lækkuð frá
og með 1. júlí 1990 og í Noregi er rætt um að
fara sömu leið. Bindindisfélag ökumanna ýtir
nú úr vör þessari umræðu hér á landi og telur
að stefna eigi að því að lækka núgildandi
mörk um vínandamagn í blóði ökumanna úr
0,5 prómillum í 0,0 prómill. Bindindisfélag
ökumanna hefur undirbúið kynningu og
framgang þessarar stefnu síðan í október
1989. Hér á eftir verða helstu þættir þess
verkefnis raktir svo og hvað framundan er
áður en markinu er náð.
Hvers vegna 0 prómill?
Þar sem þessi umræða hefur farið fram hafa
sumir dregið í efa gildi þess að miða við að
ekkert mælanlegt vínandamagn sé leyfilegt í
J Árni Einarsson er
. uppeldisfræðingur
______ ^ ‘ að mennt.
blóði ökumanna. Nær væri að vinna að því að
fá fleiri ökumenn til að virða gildandi viðmið-
un og lög henni til staðfestingar. Undir þetta
má taka að því leyti að allt eins er hægt að
miða áfram við 0,5 prómill mörkin og að færa
þau niður um eitt eða tvö prómill. Með því að
leyfa eitthvert magn vínanda í blóði öku-
manna er haldið opnum vangaveltum fólks
um hve mikils áfengis því sé óhætt að neyta
án þess að fara yfir hin leyfilegu mörk og fólk
mun því eftir sem áður taka áhættu í trausti
þess að það sé undir mörkum í stað þess að
miða við hina raunverulegu hættu sem felst í
skertri hæfni til að aka bíl. Að miða við 0
prómill sem grundvallarreglu einfaldar allan
áróður fyrir því að fólk aki ekki undir áhrifum
áfengis, auk þess væri með því komið á sam-
ræmi á milli þekkingar manna á áhrifum
áfengis á ökuhæfni og umferðaröryggi og
stefnu löggjafans gagnvart ökumönnum. Það
er því raunhæft og sjálfsagt fyrirkomulag með
tilliti til öryggis í umferðinni að miða leyfilegt
vínandamagn í blóði ökumanna við 0,0 pró-
mill að viðbættum nauðsynlegum sveigjan-
leika eða skekkjumörkum.
Öflun og samantekt upplýsinga
Fyrsta skrefið var að afla og draga saman á
einn stað þær upplýsingar sem fyrir liggja um
ölvunarakstur. Sumum þessara upplýsinga er
haldið til haga s.s. af Umferðarráði og lög-
reglu en mikið vantar á að þær séu tæmandi.
Þá eru til niðurstöður rannsókna sem gerðar 5