BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 15
Félagsstarfið
Aðalfundur
ísafjarðardeildar
Aðalfundur ísafjarðardeildar BFÖ var
haldinn laugardaginn 9. júní sl. Fulltrúar
aðalstjórnar voru Einar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri BFÖ og Sigurður R. Jónmunds-
son.
Á fundinum var stjórn deildarinnar endur-
kjörin, en hana skipa næsta starfstímabil:
Formaður
Varaformaður
Ritari
Gjaldkeri
Meðstjórnendur
Reynir Ingason
Guðmundur Fylkisson
Gunnar Sigurðsson
Hlynur Snorrason
Anna Hjartardóttir
Sveinbjörn Björnsson
Reynir Ingason skýrði frá starfi deildarinn-
ar á sl. starfsári og reikningar voru upplesnir
og samþykktir.
Einar Guðmundsson gerði grein fyrir því
helsta í starfi BFÖ og kom þar inn á ökuleikn-
ina og baráttumál BFÖ, 0,0 prómill markið í
umferðinni. Afhenti hann fundarmönnum ný-
útkominn bækling BFÖ um þetta mál.
Á fundinn mættu tveir lögreglumenn á ísa-
firði, þeir Guðmundur Fylkisson, sem er
varaformaður ísafjarðardeildar BFÖ og félagi
hans Baldur T. Hreinsson. Gerðu þeir á mjög
ítarlegan og skýran hátt grein fyrir starfi lög-
reglunnar á ísafirði hvað viðkemur ölvunar-
akstri og hraðaakstri. Afhentu þeir fundar-
mönnum samantekt sína um þau mál.
Þar kemur m.a. fram að á fyrstu fimm mán-
uðum þessa árs hafa samtals 20 ökumenn ver-
ið teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Sam-
bærilegar tölur eru 31 árið 1989 og 17 árið
1988. Þá kom einnig fram að af 72 ökumönn-
um sem teknir voru fyrir meinta ölvun við
akstur á tímabilinu mars 1989 - mars 1990
voru 44 þeirra 24 ára og yngri eða 61%.
Þá skýrðu þeir félagar frá því að árið 1989
voru 237 ökumenn kærðir fyrir of hraðan
akstur hjá lögreglunni á ísafirði. Þar af voru
35% á aldrinum 17—19 ára, 36% voru 20—29
ára og 29% voru eldri.
Fyrstu fimm mánuði þessa árs hefur 71
ökumaður verið kærðir fyrir of hraðan akstur
hjá lögreglunni á ísafirði.
Urðu fjörugar umræður um skýrslu þeirra
Guðmundar og Baldurs og komu fjölmargar
fyrirspurnir til þeirra frá fundarmönnum.
Þá var rætt um mögulegt samstarf lögregl-
unnar og BFÖ deildarinnar, þar sem jafnvel
fleiri félagasamtök kæmu til samstarfs. Var
þá einkum átt við átak í umferðarmálum
isfirðinga, s.s. vakt við gangbrautir og eftirlit
með hjólreiðum ungra barna. Sýndi Reynir
Ingason af því tilefni nokkrar ljósmyndir, sem
hann hafði tekið og sýndu þær að víða er pott-
ur brotinn í umferðarmálum þar í bæ.
Að lokinni dagskrá fundarins þakkaði
Reynir Ingason, formaður deildarinnar, fyrir
það traust sem honum og nýkjörinni stjórn
væri sýnt, þakkaði aðkomumönnum og gest-
um sérstaklega komuna og sleit fundi.
S.R.J.
Dregið
í happdrættinu
Dregið var í happdrætti Bindindisfélags
ökumanna þann 27. apríl 1990 og komu vinn-
ingar á eftirtalin númer:
1. Ferðavinningur frá Ferðamiðstöðinni
VERÖLD 100.000,- kr............... 6520
2. Ferðavinningur frá Ferðamiðstöðinni
VERÖLD 80.000,- kr................ 0928
3. Ferðavinningur frá Ferðamiðstöðinni
VERÖLD 60.000,- kr................ 1033
4. -6. Tensai sambyggt ferðasjónvarp, kassettu-
og útvarpstæki......... 0400, 1515, 3625
7.-13. Tensai sambyggt ferðaútvarps- og
kassettutæki....... 0007, 0632,1425, 2255,
3448,3704, 5845
Vinninga má vitja í ferðamiðstöðina VER-
ÖLD og í Sjónvarpsmiðstöðina, Síðumúla 2,
Reykjavík, gegn framvísun happdrættismiða
og stimplaðrar kvittunar. Upplýsingar eru
gefnar í síma 679070 eftir kl. 17 þriðjudaga.
15