BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 13

BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 13
bandi við reykingar. Núna er eitt- hvað spennandi við að drekka. Unglingar sjá foreldra sína drekka. Af hverju segja sumir, að það sé gott að drekka og aðrir, að það sé slæmt? Afmá þarf þetta spurningamerki af orðinu áfengi, þannig að fólk viti hvað það er að gera þegar það byrjar að drekka. Ég held að allir viti hvað þeir eru að gera þegar þeir byrja að reykja, og eins þyrfti það að vera með áfengið. Hildur Sigurðardóttir, formaður Kristilegs stúdentafélags: 1. Mér finnst allt í lagi að menn drekki vín, svo framarlega sem þeir verði ekki drukknir, því að mér leiðist drukkið fólk. Persónu- lega vil ég ekki smakka neitt áfengi. Ástæða þess er sú að það firrir fólk ýmsu, og líka að ég þekki ekki mín takmörk. 2. Meiri fræðsla er númer eitt, tvö og þrjú. Höskuldur Frímannsson, rekstrarráðg jaf i: 1. Mig langar til þess að njóta lífsins eins og kostur er. Ein af leiðunum sem ég sé til þess er að slæva ekki skilningarvitin. Ég hef gaman af að skemmta mér, fara á dansleiki og finnst gott að geta skotist á skíði eða í svifflug um helgar. Þetta fer illa saman ef áfengið er með í spilinu. Síðast en ekki síst finnst mér að fjölskyldan eigi að njóta manns þann stutta tíma sem maður er heima við. 2. Við erum stöðugt að leita að lífsfyllingu, og margur leiðist út í öngstræti í þeirri leit. Því er mikil- vægt að benda á aðra raunhæfari kosti en áfengi til að öðlast hana. Jón Ögmundur Þormóðsson, skrifstofustjóri: 1. Ég varð bindindismaður af því að ég var í íþróttum hér áður fyrr, og ákvað að halda áfram að vera bindindismaður. Auk þess tel ég tíma minn vera dýrmætan og vil ekki sóa tíma og peningum í vín og stofna hagsmunum íjölskyld- unnar í hættu. Ég vil ekki taka þá áhættu að byrja, þar sem enginn veit, hvort hann heldur áfram eft- ir að hann byrjar. 2. Það þarf að koma í veg fyrir að unglingar byrji að drekka. Leita þarf nýrra leiða til að hafa áhrif á unga fólkið með fræðslu í skólum og fjölmiðlum með því að virkja einhverja, sem geta sýnt gott for- dæmi, svo sem íþróttamenn eða annað fólk, sem stendur sig vel á sínu sviði. Einnig verður að fræða um slæmar afleiðingar áfengis- neyslunnar, draga fram slys og annað, sem áfengi veldur, svo menn sjái, að áfengi sé ekki eitthvað, sem menn brosi að.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.