BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 6
hafa verið á áhrifum ölvunaraksturs hér á
landi.
Nokkru af þessum upplýsingum var safnað
saman í 50 blaðsíðna bækling og í honum enn-
fremur kynntar forsendur umræddrar stefnu
BFÖ. Bæklingurinn heitir: „Eftir einn . . . ei
aki neinn — Samantekt um ölvunarakstur“ og
er fáanlegur á skrifstofu Bindindisfélags
ökumanna.
Könnun
Til að afla frekari upplýsinga var efnt til
könnunar á ýmsum þáttum sem snerta ölv-
unarakstur. Einkum var ætlunin að afla upp-
lýsinga sem gætu skýrt af hverju fólk sest ölv-
að undir stýri.
Staðið var að könnuninni með þeim hætti
að félagar úr BFÖ komu sér fyrir í Kringlunni
í Reykjavík með spurningalista og báðu fólk
að fylla þá út og setja í þar til gerða lokaða
kassa. Alls svöruðu 276 frá 17 ára aldri spurn-
ingunum og var kynjahlutfallið nokkuð jafnt.
Meðal þess sem spurt var um var skólaganga,
hjúskaparstaða, barnafjöldi, notkun öryggis-
belta, áfengisneysla og viðhorf til viðurlaga
við umferðarlagabrotum, ölvunarakstur og
nokkur þekkingaratriði í umferðinni.
Helsta niðurstaða könnunarinnar var sá
mikli fjöldi fólks sem segist hafa ekið undir
áhrifum áfengis.
Þá eru einnig athyglisverðar skýringar
fólks á því hvers vegna það ók undir áhrifum
áfengis. Um 36% gefa þá skýringu á ölvunar-
akstri sínum að það hafi treyst á að verða ekki
tekið. Með öðrum orðum þá er aðal áhyggju-
efnið ekki það að ölvaður ökumaður sé hættu-
legur í umferðinni, heldur hvort viðkomandi
verði stöðvaður af lögreglu eða ekki. Þá telja
15,5% það allt í lagi að aka ölvaður. Helstu
niðurstöðum könnunarinnar eru gerð skil í
bæklingnum: „Eftir einn . . . ei aki neinn.“
Ráðstefna
Til að kynna þessa stefnu og efna til
skoðanaskipta um hana boðaði Bindindisfé-
lag ökumanna til ráðstefnu miðvikudaginn 9.
maí 1990 á Holiday Inn í Reykjavík. Þar
fluttu stutt erindi Sigurður Jónsson, aðstoðar-
maður dómsmálaráðherra, Elver Jonsson
þingmaður frá Svíþjóð og formaður umferðar-
nefndar Norrænu ráðherranefndarinnar, Óli
H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðar-
ráðs, Árni Gunnarsson alþingismaður, Ólafur
H. Oddsson héraðslæknir á Akureyri og Árni
Einarsson sem sá um samningu bæklingsins
„Eftir einn . . . ei aki neinn“ og könnunina
sem áður hefur verið sagt frá. Þá voru einnig
pallborðsumræður með þátttöku fjömargra úr
röðum þátttakenda.
í máli flestra fyrirlesara kom fram stuðn-
ingur við 0 prómilla stefnu BFÖ og lýsti Árni
Gunnarsson alþingismaður m.a. yfir því að á
næsta þingi mætti búast við frumvarpi frá
honum þar sem stefnt væri að lækkun á nú-
gildandi viðmiðun.
Kynning
Samhliða ráðstefnunni var bæklingurinn
kynntur svo og niðurstöður könnunarinnar.
Það var gert á ráðstefnunni og í fjölmiðlum.
Þá var málið einnig rætt á aðalfundi BFÖ sem
haldinn var að kvöldi ráðstefnudagsins 9.
maí.
Framhaldið
Þar sem nú er komið sögu er aðeins fyrsta
áfanga náð. Búið er að kynna stefnuna og færa
fyrir henni rök.
Næsta skrefið er að kynna þessi rök betur
bæði fyrir almenningi og stjórnmálamönnum.
Miklu skiptir að almenningur standi með
BFÖ og skilji um hvað þetta mál snýst. Þá er
ekki síður mikilvægt að alþingismenn séu vel
upplýstir því að á þeirra vettvangi, þ.e.
Alþingi, verður nauðsynleg lagabreyting til
lykta leidd þegar þar að kemur.
Félagsmenn BFÖ verða að kynna sér þetta
mál vel og taka virkan þátt í umræðunni. Þeir
verða að tryggja eftir mætti að hún sé ábyrg og
snúist um aðalatriði en ekki aukaatriði sem
e.t.v. eru þeirri stefnu að miða við 0 prómill í
umferðinni óviðkomandi.
88 GuðjónÓ hf. VOLVO - Itifreið sem þú getur treyst!