BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 8

BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 8
þykkja ályktanir þingsins, en þær voru eftir- farandi: 1. 17. þing BFÖ, haldið 9. maí 1990 skorar á Alþingi að breyta umferðarlögum þannig að öll áfengisneysla verði óheimili við akstur vélknúinna ökutækja. Þar með verði lögleidd hin svonefnda 0 prómill regla. 2. 17. þing BFÖ haldið 9. maí 1990 þakkar stjórn og starfsfólki Ábyrgðar hf. góðan stuðning við starfsemina. 3. 17. þing BFÖ haldið 9. maí 1990 fagnar nýrri lagasetningu um lögleiðingu á notk- un bílbelta í aftursætum. 4. 17. sambandsþing BFÖ hvetur Dómsmála- ráðuneytið til að setja strangari ákvæði um styrkleika farþegarýmis nýrra bifreiða þ.m.t. sérleyfis- og hópferðabifreiða. 5. 17. sambandsþing BFÖ hvetur til aukins eftirlits með almenningsfarartækjum s.s. strætisvögnum, sérleyfis-, skóla- og hóp- ferðabifreiðum þ.m.t. svokölluðum vinnu- flokkabifreiðum. 6. 17. þing BFÖ hvetur til að settar verði regl- ur um notkun bílasíma þannig að ökumað- ur noti aðeins handfrjálsan búnað meðan hann er í akstri. 7. 17. þing BFÖ haldið 9. maí 1990 skorar á íjárveitingavaldið að sjá til þess að stór- auknu fé verði varið til löggæslu. Var þá komið að fundarhléi og þáðu menn veitingar í boði Reykjavíkurdeildar. Að loknu kaffihléi tók Árni Einarsson til máls og gerði grein fyrir þeim athugunum sem hann hefur gert á viðhorfi almennings til ölvunaraksturs og greint er frá í nýútkomn- um bæklingi BFÖ um ölvunarakstur, en bækling þennan tók Árni Einarsson saman. Sýndi Árni fundarmönnum á myndrænan hátt ýmsar niðurstöður. í lok erindis Árna birtist í Ríkissjónvarpinu viðtal fréttamanns við Árna, sem tekið var á fyrrnefndri ráðstefnu þá um daginn. Var gerð- ur góður rómur að viðtalinu á þinginu. Þess má einnig geta að áður hafði Árni komið fram í umræðuþáttum í velflestum útvarpsstöðv- unum. Þótti fundarmönnum að vel hefði tek- ist til með kynningu á þessu baráttumáli BFÖ sem 0,0 prómill markið er. Var því næst komið að liðnum önnur mál. 8 Tóku þar nokkrir fundarmenn til máls: a. Sveinn H. Skúlason þakkaði fráfarandi stjórn fyrir mjög vel unnin störf. b. Ingólfur Guðmundsson beindi þeirri hug- mynd til fundarmanna að BFÖ beitti sér fyrir því að fyrir þá sem gerðust sekir um ölvunarakstur væri leið til að bæta fyrir ráð sitt önnur en leið refsingarinnar. c. Alfreð Harðarson beindi þeirri fyrirspurn til Elvers Jonsson, hvort ökukennarar í Svíþjóð hefðu verið öflugir í baráttunni fyr- ir lækkun áfengismagns í blóði. í svari Elvers kom fram að svo hefði ekki verið. d. Elvar S. Höjgaard beindi þeirri ábendingu til fundarmanna að BFÖ ætti að leggja höfuðáherslu á umferðaröryggið í áróðri sínum. Var þá komið að stjórnarkjöri. Sigurður R. Jónmundsson, formaður kjörnefndar lagði fram tillögur kjörnefndar að nýrri stjórn BFÖ næsta tímabil auk stjórnar ungmennadeildar. Voru tillögur kjörnefndar samþykktar sam- hljóða. í stjórn BFÖ næsta starfstímabil sitja: Forseti kjörinn til eins árs: Brynjar Valdi- marsson. Aðalmenn kjörnir til tveggja ára: Reynir Sveinsson, Reynir Ingason, Stefnir Páll Sig- urðsson, Haukur ísfeld. Varamenn kjörnir til eins árs: Stefán Frið- riksson, Aðalsteinn Gunnarsson, Elvar S. Höigaard. Áfram sitja í stjórn til eins árs: Kristinn Breiðfjörð, Jón S. Halldórsson, Elsa Haralds- dóttir, Björn Kristjánsson. Endurskoðendur kjörnir til eins árs: Andrés Bjarnason, Sveinn H. Skúlason. Varaendurskoðendur, kjörnir til eins árs: Guðjón Einarsson, Sigurður R. Jónmundsson. í stjórn ungmennadeildar voru kjörin til eins árs: Aðalsteinn Gunnarsson, Karel Matt- híasson og Bryndís Óskarsdóttir. Að því búnu þakkaði Gunnar Þorláksson fundarmönnum þingsetuna og málefnalegar umræður. Að lokum þakkaði Brynjar Valdimarsson, nýkjörinn forseti BFÖ, fundarmönnum það traust, sem þeir hefðu sýnt sér og nýkjörinni stjórn og sleit þinginu. Þingfulltrúar og aðrir fundarmenn voru samtals 28. S.R.J.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.