BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Side 9

BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Side 9
Félagsstarfið Ökuleikni í þrettánda sinn Bindindisfélag ökumanna heldur í sumar, eins og endranær, keppni í Ökuleikni. Þetta er þrettánda árið sem Ökuleikni er haldin og hafa til þessa um 4.500 ökumenn tekið þátt í henni. í ár verður keppt á 36 stöðum víðsvegar um landið. Ökuleikninni er skipt í karla- og kvennariðil auk riðils fyrir ökumenn með 12 mánaða skírteini eða yngra. Reiðhjólakeppn- inni er skipt í riðla eftir aldri, 9—11 ára og 12 ára og eldri. Ökuleikni 90 hefur fengið eftirtalda aðila til liðs við sig: 1. HEKLA hf. gefur vegleg verðlaun í íslandsmeistarakeppni ökuleikninnar. Þau eru: Stórglæsilegir verðlaunabikarar fyrir þrjú efstu sætin í hvorum riðli í úr- slitakeppni og MMC LANCER árgerð 1990 fyrir villulausan akstur aðra umferðina í úrslitakeppni, sé viðkomandi í 12. sæti eða ofar. Einnig lánar umboðið bíla til úrslita- keppninnar og veitir henni íjárhagslegan stuðning. GUNNAR OG GUÐMUNDUR SF. VERKTAKAR - VERKFRÆÐtÞJÓNUSTA Krókhálsi 1 -110 Reykjavik - Sími 671210 ÍSLANDSBANKI yiutcUZCL Heílsuvörur nútímafólks 2. Reiðhjólaverslunin FÁLKINN gefur verð- launapeninga í Reiðhjólakeppninni, og verða þeir veittir fyrir þrjú efstu sætin í hvorum riðli, á hverjum keppnisstað á hringferðinni umhverfis landið. Einnig fá þátttakendur happdrættismiða þar sem verðlaunin eru tvö gullfalleg DBS reiðhjól frá Fálkanum. Fyrsta keppnin var haldin mánudaginn 11. júní, svokölluð pressukeppni og þar spreyttu sig fulltrúar allra íjölmiðla. Fyrsta almenna keppnin var síðan haldin á Selfossi og síðasta keppnin verður í Galtalæk 4. ágúst. Ökuleiknin skiptist í tvo þætti, umferða- spurningar og þrautaakstur. í þrautaakstr- inum er það samspil leikni og hraða sem máli skiptir. Allir sem hafa ökuleyfi og skoðunar- hæfan bíl geta tekið þátt í keppnini, gegn vægu þátttökugjaldi. Ekki er nein hætta á að bílar skemmist í keppninni. Sigurvegarar úr karla- og kvennariðlum og 17 ára riðli öðlast þátttökurétt í úrslitakeppn- inni þann 1. september nk. og eins og fyrr sagði verða þar vegleg verðlaun. E.H. ^^84011 ISTAK SKÚLATÚNI4 105 Reykjavík Skeljungur h.f. 603800 Einkaumboó

x

BFÖ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.