BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Side 14

BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Side 14
Jónas Gíslason, vígslubiskup: 1. Ég neyti ekki áfengis og hefi aldrei gjört, enda tel ég áfengi skaðlegt eitur, sem margir neyta í óhófi. Ég vil ekki gefa fordæmi, sem gæti orðið öðrum til freistni eða falls. 2. Því er erfitt að svara. Ég hefi litla trú á boðum og bönnum. Helst finnst mér þurfa að stór- auka fræðslu til unglinga um skaðsemi áfengis. Stefanía Sæmundsdóttir, líffræðinemi: 1. Fyrir mér er áfengi óþarfi. Ég get skemmt mér konunglega án þess. Ég veit að áfengið hjálpar ekki fólki til að yfirstíga feimni og önnur vandamál. Áfengið gerir bara illt verra. Mitt val er bind- indi. 2. Fyrst og fremst þarf að breyta viðhorfi/afstöðu 80% þjóðarinnar til áfengis. Það þykir svo sjálfsagt að nær allir neyti áfengis að við, þessir fáu sem neytum þess ekki, erum talin afbrigðileg. Ef það tækist að snúa dæminu við, og sjálfsagði hlutinn væri það að neyta ekki áfengis — neytend- 14 urnir væru afbrigðilegir — þá gætu bindindismenn um land allt snúið vörn í sókn. Líkt og hefur verið að gerast í tóbaksvörnum. Unnur Stefánsdóttir, varaþingmaður: 1. Áfengi er eitt alvarlegasta vímuefni sem til er og áhrif þess skemma meira í mannlífinu hér á landi en nokkuð annað. Ég var svo lánsöm að alast upp á sveitaheimili þar sem hvorki foreldrar mínir né systkini not- uðu áfengi og tóbak. Vinnugleði var mikil heima og þátttaka í ungmenna- og íþróttastarfi var sérstaklega mikil. Ég þakka því uppeldi sem ég fékk að ég drekk ekki áfengi. Vinnan, íþróttirnar, námið og félagsstarfið þurfti á manni óskiptum að halda. Ég er ávallt þakklát fyrir þá ákvörðun sem ég tók þegar ég var sextán ára, að segja aldrei já takk ef félagar mínir byðu mér áfengi. Þetta stóð ég við og tel mig því lánsama manneskju. 1. Hvererafstaðaþíntiláfeng- is og hvað ræður henni? 2. Hvað finnst þér brýnast að gera í áfengisvörnum? Mér var ljóst að árangur í íþróttum og áfengisneysla geta ekki farið saman og því ættu allir, sem vilja ná einhverjum árangri í íþróttum, algjörlega að sleppa því að neyta áfengis. 2. Það er brýnast að heilbrigðis- og menntamálaráðuneytin, ásamt þeim aðilum sem vinna að áfeng- isvörnum, taki höndum saman um að stórauka fræðslu og áróður fyrir minnkandi áfengisneyslu. Fræðsla og jákvæður áróður fyrir minni áfengisneyslu er eitt af mikilvægustu málunum í þjóðlífi okkar í dag. Einnig tel ég að sú fræðsla, sú sjálfsstyrking og þau mannlegu samskipti sem kennd eru hjá SÁÁ eigi rétt á sér meðal einstaklinga, þó að ekki sé um áfengissýki að ræða. Sú uppbygging á einstakl- ingi, sem þar á sér stað, er nauð- synleg hverri manneskju, þó að ekki sé um áfengisvandamál að ræða. Að lokum vil ég nefna orð 28 ára gamals manns sem drakk áfengi í 10 ár, en þegar hann loks var hættur fullyrti hann að þroski sinn hefði stöðvast þessi ár. Nú sér hann mjög eftir þeim ömur- lega tíma sem hann eyddi í áfeng- isdrykkju. □

x

BFÖ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.