BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 7

BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 7
Ársþing BFÖ: Ályktanir um bílasíma og ölvunarakstur 17. ársþing BFÖ var haldið 9. maí sl. og hófst með því að Brynjar Valdimarsson, for- seti BFÖ bað þingfulltrúa að minnast látins félaga, Leifs Halldórssonar, sem um árabil átti sæti í stjórn BFÖ. Því næst tilnefndi Brynjar sem þingforseta Gunnar Þorláksson. Gunnar bauð þingfulltrúa velkomna og sér- staklega bauð hann velkominn Elver Jons- son, formann NUAT, þingmann frá Svíþjóð sem er jafnframt formaður samgöngunefndar Norðurlandaráðs. Elver er mikill BFÖ vinur og hefur margsinnis komið hingað til lands. Erindi hans að þessu sinni var að sitja ráð- stefnu sem BFÖ hafði haldið þá fyrr um dag- inn og fjallaði um ölvunarakstur. Því næst gaf Gunnar orðið til Elvers sem þakkaði góðar móttökur og lýsti sérstakri ánægju sinni með ráðstefnuna fyrr um daginn og óskaði BFÖ allra heilla á komandi tímum í baráttunni fyrir 0,0 prómill markinu í um- ferðinni. Þessu næst var tekið fulltrúatal og reynd- ust vera viðstaddir fulltrúar frá Akranes- deild, ísafjarðardeild og Reykjavíkurdeild auk þess fulltrúar ungmennadeildar. Þá var komið að skýrslu stjórnar. Brynjar Valdimarsson rakti störf stjórnarinnar á sl. starfsári og gerði grein fyrir félagsstarfinu, sem í raun má skipta í þrennt. í fyrsta lagi almennt félagsstarf, í öðru lagi ökuleiknin og í þriðja lagi útgáfa BFÖ blaðsins. Sérstaklega ræddi Brynjar um það baráttu- mál, sem BFÖ mun sérstaklega beita sér fyrir á næstu mánuðum, nefnilega 0,0 prómill markinu í umferðinni. Að loknum lestri starfsskýrslunnar las Kristinn Breiðíjörð, gjaldkeri BFÖ upp reikn- inga liðins starfsárs, þar sem m.a. kom fram að rekstrarafgangur var kr. 228.514,57. Að því loknu voru reikningar og skýrsla tekið til umræðu og voru reikningar sam- þykktir samhljóða. Einar Guðmundsson, framkvæmdastjóri BFÖ gerði því næst grein fyrir starfsáætlun félagsins næsta starfstímabil, en þar eru fast- ir liðir eins og Ökuleiknin, sem Elvar S. Höj- gaard og Brynjar Valdimarsson munu sjá um í sumar. Þá verður lögð mikil áhersla á að vinna 0,0 prómill málinu fylgi meðal hópa og samtaka sem láta sig umferðaröryggi varða. Var þá komið að því að ákveða félagsgjöld komandi tímabils. Samþykkt var tillaga þess efnis að vísa málinu til næstu stjórnar. Tók þá til máls gestur þingsins, Elver Jons- son og flutti stutt erindi. Flutti hann þinginu bestu kveðjur stjórnarmanna MHF og NUAT og óskaði hann BFÖ góðs árangurs í barátt- unni framundan í 0,0 prómill málinu, en 1. júlí nk. ganga í gildi ný lög í Svíþjóð, sem kveða á um 0,2 prómill mark þar í landi. Er það fyrst og fremst að þakka þrotlausri bar- áttu MHF að þessi lög ná nú fram að ganga. Þá ræddi Elver um ýmsa þætti í starfi MHF og svaraði fyrirspurnum viðstaddra. Var því næst gengið til að ræða og sam- Svipmynd frá ársþingi Bindindisfélags ökumanna, sem haldið var í maí. Brynjar Valdimarsson flytur skýrslu stjórnar.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.