BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Side 12
Geirmundur Valtýsson,
tónlistarmaður:
1. Ég sé ekki að ég batni á nokk-
urn hátt þótt ég smakki brenni-
vín. Ég get alveg verið í stuði við
að spila á dansleikjum, án þess að
smakka það.
Guðlaugur Óskarsson,
skólastjóri:
1. Ég er þeirrar skoðunar að
varla finnist sá maður sem verður
betri af vínneyslu. í þeim undan-
tekningartilfellum þar sem menn
virðast verða glaðir á góðri stund
af því að þeir eru hóflega drukkn-
ir, eins og það er gjarnan orðað,
sannast það oftast að þeir reynast
jafnvel enn glaðværari allsgáðir.
Að minnsta kosti þegar líður á
hina góðu stund.
Þessi afstaða mín til áfengis
byggist sem sagt á því, að í vín-
drykkju eru þeir of fáir, sem
höndla einhverja þá hamingju að
hún réttlæti þá miklu fórn sem
óreglan reynist of mörgum.
2. Eg tel að viðhorf og áræði
hvers og eins ráði mestu um ár-
angur í áfengisvörnum. Viðhorfið
þárf að byggjast á sjálfsþekkingu,
-|2 sem leiðir til sjálfsvirðingar og
áræðis hvers og eins til að halda á
lofti þeirri skoðun sinni að hann
sé of mikils virði til að vera fórnað
við þá blekkingarlind sem vínið
vissulega er þegar það er borið vel
til höfðu fólki í dýrum glösum á
„fagnaðarstundu".
Með því að láta frá sér heyra,
hver úr sínu skoti, tekst okkur að
lokum að magna svo óminn að
hvergi finnist sá staður að ekki
hljómi þar söngurinn um vín-
lausa veröld - vímulausa öld!
Haukur Heiðar Ingólfsson,
læknir:
1. Ég var ungur að árum, þegar
ég tók þá ákvörðun að drekka
aldrei áfenga drykki. Sennilega
1. Hver er afstaðaþín til áfeng-
is og hvað ræður henni?
2. Hvað finnst þér brýnast að
gera í áfengisvörnum?
hefur viss reynsla frá barns- og
unglingsárum mótað þessa
afstöðu í byrjun. Síðar á lífsleið-
inni hefi ég orðið vitni að marg-
víslegu böli, er áfengi getur
valdið, og þá sannfærst betur og
betur um gildi bindindis.
2. Að byrja nógu snemma að
fræða börn og unglinga um skað-
semi áfengis. Börn eru áhrifa-
gjörn, og það þarf að nota það á
jákvæðan hátt til að móta afstöðu
þeirra til bindindismála. Þarna
þurfa skólarnir og barnastúk-
urnar að vera virk í fræðslunni.
Það þarf að hafa að leiðarljósi
þá gullvægu reglu, sem er mér svo
minnisstæð frá stúkufundunum í
gamla daga, að eina ráðið til að
verða ekki áfenginu að bráð, er að
drekka aldrei fyrsta sopann.
Hildur Heimisdóttir,
nemi:
1. Ég sé ekki ástæðu til að búa til
skrípamynd af lífinu þegar lífið er
eins gott og það er. Mér finnst
gaman að lifa, og finnst óþarfi að
brengla lífið með vímugjöfum.
2. Ég held að það þurfi að færa
fræðsluna niður í grunnskóla —
gera fræðsluna markvissa eins og
Krabbameinsfélagið gerir í sam-