BFÖ-blaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 11
hrausta æsku, ættu að ganga á
undan með góðu fordæmi og a. m.
k. ekki halda víni að fólki. Það er
lágmarkskrafa að þeim sem ekki
vilja vín sé gert jafnhátt undir
höfði og hinum. Ég er viss um að
það eitt að hafa alltaf nóg af óá-
fengu í veislum og móttökum
myndi draga úr áfengisneyslu.
Fjölmiðlar hafa líka mikil áhrif
og margir þeirra halda uppi sterk-
um áróðri fyrir áfengisdrykkju.
Ef hægt væri að fá starfsfólk þar
til að snúa við blaðinu hefði það
mikil áhrif á ungt fólk. Við höfum
unnið mikið og gott verk á sein-
ustu árum í tóbaksvörnum og við-
horf til reykinga mikið breyst.
Það er ekki lengur í tísku að
reykja. Þannig þyrfti einnig að
fara með áfengið.
Birna Viðarsdóttir,
bóndi:
l. Ég hef alltaf verið á móti
áfengisneyslu. Ég get heldur alls
ekki skilið, hvað fólk hefur gam-
an af að fara t.d. á dansleik og
drekka svo mikið að það „deyr“
og/eða man ekkert daginn eftir
hvað gerðist. Það er ef til vill í lagi
að fólk drekki ef það hefur vit á að
hætta í tíma. En ég held að áfeng-
isneysla sé aldrei til góðs, og oft-
ast endar drykkjan með leiðind-
um, og stundum með sorglegum
afleiðingum.
2. Ég veit ekki hvað er til ráða.
Það mætti kannski reyna að
breyta almenningsálitinu — líkt
og með sígaretturnar. Framá-
menn þjóðarinnar ættu að hafa
forystu, og hætta að veita vín í
veislum.
Bryndís Guðmundsdóttir,
talmeinafræðingur
1. Ég nota ekki áfengi og ætli
aðalástæðan sé ekki sú að ég tel
mig ekkert þurfa á því að halda.
2. Það þarf að halda áfram mjög
öflugu forvarnarstarfi í skólum
og ég vil sjá meira greint frá já-
kvæðri reynslu þeirra sem ekki
nota áfengi. Þá þurfa óáfengir
drykkir að vera meira áberandi í
veislum, hvort sem um er að ræða
opinberar veislur eða einkasam-
kvæmi.
Elín Sigurdórsdóttir,
sjúkraliði:
1. Mér flnnst áfengi vont. Það er
ágætt að þurfa ekki að leita að bíl
eftir dansleiki, geta verið á sínum
eigin bíl og vakna móralslaus.
2. Hafa þarf fyrirlestra og nám-
skeið og brýna fyrir unglingum að
það sé ekki fínt að drekka. Þegar
ég var ung var enginn maður með
mönnum nema að drekka. Mér
finnst það sem Krabbameinsfé-
lagið hefur gert í reykingavörn-
um vera meiriháttar og eitthvað
slíkt þyrfti að gera í viðhorfi fólks
til áfengisnotkunar.
11