Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 3
SKÓLABLAÐIÐ 99 undi sem aldrei er á undan sínum tíma og aldrei á eftir. Komi ég nærri barninu, þá þarf hann ekki að gráta yfir því, að heim- urinn snúist í móti honum.« Fram og aftur flugu býflugurnar og suðuðu og suðuðu. Og í draumnum sá hún einn draummanninn koma til sín. Hann var fölur og inneygður og lék þunglyndislegt bros um varir hans. Og móðurinni þótti hún hrökkva við og spyrja: »Hver er það?« Hann svaraði ekki og það var eins og augnaráð hans kveikti eld í henni. Og húnspurði: »Hvað getur/>úgefið barninu — heilbrigði?« Og hann svaraði: »Sá sem ég kem nærri, mun kennabrenn- andi hitaveiki í blóðinu, er eigi læknast fyrir en lífið slokknar.* »Gefurðu þá auð?« Hann hristi höfuðið og mælti: »Fyrir þeim, sem ég kem nærri, mun fara þannig, að þegar hann lýtur niður til þess að handsama gullið er liggur fyrir fótum hans, þá mun hann sjá bjarma nokkurn á himninum, og er hann skygnist um til þess að greina sýn þessa betur, þá smýgur gullið úr greipum hans, eða menn ganga framhjá og grípa gullið frá honum um leið.« »Heiður máske?« Hann svaraði: »Að líkindum ekki. Sá sem ég snerti, sér fingur framundan sér, er ritar lífsleið hans á sandinn. Þá leið verður hann að fara. Stundum liggur leiðin upp á háan tind, stundum niður í dalbotn. Hann getur ekkert viðnám veitt, hann verður að fara leiðina, sem enginn sér nema hann sjálfur.« »Ást þá?« »Ást mun hann þrá en aldrei hljóta. Þegar hann breiðir út faðminn og ætlar að hjúfra sig upp að briósti hennar, setn hann elskar, þá mun hann sjá ljós yst út við sjóndeildarhring- inn, svo bjart, að hann fær ofbirtu í augun. Þangáð verður hann að fara. Og sú sem hann elskar vill ekki fara með hon- um; hann verður að fara aleinn. Þegar hann þrýstir stúlku upp að ástheitu brjósti sínu og segir: »Elsku, hjartans stúlkan mín!« — þá mun hann heyra rödd, sem segir: »Sleptu henni, hún er ekki ætluð þér:«

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.