Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 5
SKOLABLAÐIÐ 101 skólana í. Styrkur hefur verið veittur til þessara kensluskýla úr landsjóði, alt að Va 3"s kostnaðar. — En því miður helst enn gamla lagið yfirleitt. Börnunum er kent í bæjarhúsunum: stofum undir lofti, eða í baðstofunum innan um heimilisfólkið. Víðast eru þessar stofur undir Iofti of dimmar og of rúm- litlar til að kenna í, en það er þó ekki það versta. Verstur er kuldinn. Því að flestar eru þessar stofur ofnlausar, og stofur, sem ekki verða hitaðar upp, eru vitanlega alveg óhæfileg húsakynni að vetrarlagi, til að halda börnum í við bóknám. Lengi hafa íslendingar látið sér lynda að sitja undir messu í óupphituðum kirkjum f vetrarhörkum. Nú eru þeir hættir að una því. Fullorðna fólkið vill nú ekki lengur sitja 1 '■f klukku- stund í köldum kirkjum einu sinni á viku, eða einu sinni á mán- uði-------eða einu sinni á ári. En þetta sama fólk býður börnum sínum 10—14 vetra gömium að sitja 4—5 stundir á dag, vikum og mánuðum saman í óvermdum kenslustofum, hverju sem viðrar. Samkvæmt 30. grein fræðslulaganna eiga fræðslunefndirnar að sjá um »að herbergi þau, sem höfð eru til kenslu, séu svo að heilsu barnanna sé ekki hœtta búin«. Ekki þarf mörgum blöðum um það að fletta, að mörg þau *herbergi, sem höfð eru til kenslu« hér á landi geta verið stór- hættuleg fyrir heilsu barnanna. Og bíði fleiri eða færri börn heilsutjón af skólagöngu sinni, þá er sannast að segja illa að verið. Fræðslunefndirnar bera ábyrgðina; þær eiga að lögum að annast um, að heilsu barnanna sé ekki hætta búin af skólaverunni. En hafa þær nokkur sköpuð ráð? Ef viðunandi húsakynni eru ekki fáanleg í fræðsluhéraðinu til að halda í farskóla, þá er að reisa kensluskýli. Það kostar auðvitað fé, en er þó ekki svo mjög tilfinnanlegt. — Víðast hvar nægir húsrúm handa 12—15 börnum. Því má koma upp — úr timbri fyrir ca 1200 kr. Landsjóður leggur til alt að 1/8; veitir þar að auki Ián að einhverju leyti, líklega alt að ^ til 2/8 hús- verðsins, svo lengi sem það fé endist, sem til þess er veitt. — Segjum, að fræðsluhéraðið þyrfti að standa straum af 800 kr. af

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.