Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 103 nemendur sítía til þess að tala við sig, munnlega eða skriflega, um alí sem þá fýsti. Og skulu teknir hér nokkrir bréfkaflar og nokkrar spurningar til fróðleiks og athugunar. Stúlka nokkur, 14 ára, skrifar á þessa leið: Helst af öilu vildi eg óska að engir vitnisburðir væru til, því þó að maður hafi áhuga á náttúrusögu, þá hættir manni samt mjög til þess að lesa fyrir einkunnirnar, og þegar manni er hlýtt yfir, truflast maður mikið af umhugsuninni um einkunn- ina. Mér þykir best að aðeins einum sé hlýtt yfir í einu, því þegar okkur er öllum hlýtt yfir í senn, þá freistast maður auð- veldlega til þess að hugsa sem svo: »Það er best að sá svari sem getur.« Mér þykir skemtilegast að lýsadýrum1). Mér þykir ekki eins skemtilegt þegar mér er hlýtt yfir það, sem stendur í bókinni, og mér gengur ekki eins vel að lýsa myndum af dýr- um og jurtum eins og dýrunum og jurtunum sjálfum, Bæði eg og félagar mínir hlakkatil skógferðarinnar, sem þér hafið lofað að koma með okkur. Eg vona að þér gleymið ekki loforðinu.* 11 ára drengur skrifar, meðal annars, þetta: Tímarnir, er þér töluðuð um Darwinskenninguna, voru aftur á móti leiðinlegir, því eg ryrir mitt leyti skildi ekkert af því sem þér sögðuð; og þó að eg hafi skrifað stíl um Darwins- kenninguna, þá var það bara það sem eg mundi af því sem þér sögðuð, en án þess að eg skildi það. Aftur á móti held eg, að það hafi orðið til mikils gagns, bæði fyrir mig og marga aðra, að þér töluðuð um þetta hérna alkunna mál-------------« (þ. e. ónaní' [segir höf,]). Þannig getur nemandinn, er hann fer að tala eins og hon- um býr í brjósti, gefið kennaranum góðar bendingar; það getur orðið víxl á hlutverkunum: Nemandinn orðið kennari, og kenn- arinn nemandi. Þá koma spurningar, er börn hafa beint að kennurunum ýmist skriflega eða munnlega: Því lýsir jörðin ekki, þegar sólin skín á hana? — Af hverju veit maður að jörðin snýst frá vestri til austurs, en ekki öfugt? — Til hvers urðu mennirnir til? — Hvernig stendur á þvi að Eva var máluð með nafla á ') Hér er átt við skriflega lýsingu á dýrum ogjurtum: »nátt- ;úrusögu-stíla«. Q. B,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.