Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 13
SKÓLABLAÐIÐ 109 Alþjóðafundur í Briissel um uppeidi barna á heimilum 'Verður haldinn 21. til 25. ágúst í sumar. Þetta er þriðji fund- urinn, sem haldinn hefur verið. Hinir vóru haldnir í Liege 1905 ogMilano 1906. Til þessa fundar er boðið: »Foreldrum, kenn- 'Urum og öðrum, sem vilja taka þátt í að ráðgast um uppeldis* málið.« — í flestum löndum álfunnar eru skipaðar nefndir til >að greiða fyrir hluttöku manna í þessum merkilega fundi og gjöra þeim grein fyrir tilgangi hans — og starfi. Aðgöngumiði til fundarins kostar 10 franka. En sá að- göngumiði veitir og aðgang að heimssýningunni, sem haldin verður í Brussel alt sumarið. Utanáskrift til forstöðunefndarinnar í Brússel er: Mr. M. L. Pien, Rue Rubens 44. Brúxelles. Ef einhverjir íslendingarskyldu fremur óska að snúa sér til dönsku nefndarinnar (nefndar þeirr- ar, sem kirkju- og kenslumálastjórnin í Danmörku hefur skipað til að leiðbeina dönskum kennurum og öðrum, sem sækja þenn- •an fund þaðan), þá má skrifa til Justitsraad Fr. Thomassen, Storm- gade 3, Köbenhavn K. Frekari upplýsingar gefur ritstj. »Skólablaðsins, Laufásvegi ■34. Rvík. Til Stockhólmsfundarins hafa farið og fara allmargir kennarar og kenslukonun Margir hafa farið svo snemma af því, að þeir ætla að nota sumarið til að Trama sig í einhverju, er snertir skólastarfið. Smá námskeið eru nú orðið fáanleg í mörgu, sem þar að lýtur, og fjölmenna kenn- ;arar til þeirra í sumarleyfinu. Til þess eru þeir styrktir svo vel ;af ríkisfé, að þeir þurfa engu til að kosta sjálfir. Einn íslenskur kennari héðan að heiman mun að þessu sinni háfa komist í þá krás, og virðist þurfa furðu góða lyst til að geta fengið af sér að sitja að henni, eins og nú standa sakir. Meðal margs annars, sém fundarmenn í Stockhólmi fá að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.