Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 8
104 SKOLABLAÐIÐ málverki einu á sýningunnj, úr því að hún var ekki fædd af neinni konu? — Ef maðurinn er kominn af dýrum, hvernig er þá aðall orðinn til? Ætli, líkamir jurta og dýra venjist ekki á að þola meiri og meiri kulda eftir því sem jörðin kólnar?1 Er ekki hugsanlegt, að það komi upp nýjar tegundir, sem geti þolað lægra hitastig en vér eigum nú að venjast? — Ef maður er í loftbát uppi í loftinu, getur maður þá ekki séð, að jörðin snýst?1 ■— — Getur ekki skeð, að hliðarrák fiskanna sé, skynfæri er komi að notum við frjófgunina? — Um alt þetta, og mýmargt fleira skynsamlegt, spurðu börn- in. Svo að mér varð að spyrja sjálfan mig: Hvernig stóð á því að eg, og jafnaldrar mínir í latínuskólanum spurðum aldrei neitt þessu Iíkt? Vorum við svona miklu heimskari en þessi börn, eða var það af því að athyglin og umhugsunim var ekki glædd nægilega hjá okkur? — —- — Höf. leggur aðaláhersluna á að glæða vitið og vekja gagn- rýni og efa. Efinn er til allra hluta nytsamlegur. Engin ný sannindi verða fundin, nema efast sé fyrst um hin götnln, og leitað að nýjum. Aldrei verður t. d. breytt til hins betra í kenslumálum nema efast sé fyrst um ágæti gömlu aðferðanna.. Aldrei hefði Kolumbusfundið Ameríku, hefði hann ekki efast um gömlu kenningarnar um Iögun jarðarinnar og legu landanna. — — Og ekkert glæðir betur vitið, gagnrýnina og efann ent náttúrufræðin. Höf. er kennari í náttúrufræði og »hver vill sínum tota fram ota». Eg get hugsað mér, að sumir kennarar kunni að hugsa sem svo: Vitið er nú að vísu mikilvægt en tilfinn.ingah'fið er- þó enn mikilvægara. Mönnnm ríður ennþá meira á að göfgast en vitkast. Og móðurmál, söngur og saga eru ennþá betur fallin en náttúrufræðin, til þess að hafa göfgandi áhrif á tilfinningalífið.. En hvað sem þessu líður ættu menn að lesa bókina.. Edvard Lehmann: Opdragelse til Arbejde. Frá sjónarmiði efans og gagnrýninnar á Lehmann mikiði lof skilið fyrir bókina. Hann skirrist ekki við að gagnrýna og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.