Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 12
108 SKÓLABLAÐIÐ þurfti því ekki mikið eftirlit. Hjól bjó hann til, er draga mátti eftir sér til að mæia með vegalengdir og mátti lesa á því, hve langa leið það hafði oltið.' í ritgerð un æðarvarp í Andvara (4. ár) er mynd af klukku, sem hringir til að hæna fuglinn að; klukkan hreyfist af vatnsafli; sá umbúnaður er ofur einfaldur, en þurfti þó hugvit til. Eggert Helgason fann hann upp, þó að þess hafi ekki verið getið. Margt fleira er nefnt til dæmis um hugvit hans. Hann kom bláfátækur að Helgu’nvammi, stórri rýrðar-jörð. Lengst at' var hann einyrkji; en með alveg dæmalausri elju og iðni bætti hann þessa jörð svo, að hún ber nú tvö myndarbú. Hann hlaut að verðleikum, fyrstur manna verðlaun úrsjóði Chr. IX. Eigi er kunnnugt um margar ritsmíðar eftir Eggert, helst munu það vera stuttar blaðagreinar. En þó síst fyrir að synja að eitthvað markvert hafi verið prentað eftir hann, þó að nafns hans væri ekki getið. Herma má það, eftir séra Eiríki Breim, að Eyólfur Guðmunds- son á Eyjarbakka, sem skráður er höfundur ritgerðar þeirrar um æðarvarp er áður var á minnst, hefur sjálfur sagt séra Eiríki, að Eggert sé höfundur þeirrar ritgerðar að öllu leyti eins og hún ersamin og skráð,en Eyjólfur auðvitað lagt til efnið; hann var fram- úrskarandi athugull maðurum þetta mál oghafði allra manna mesta þekkingu á æðarvarpi af eigin athugun; en hann var ekki ritfær. Eggert færði í stílinn, og það svo vel, að enginn mentamaður þyrfti að skammast sín fyrir, Öllum kunnugum ber saman um, að það, sem hann reit, beri inerki snildarinnar. Einkennilegt og óvenjulegt yfirlætisleysi er það að vinna slík verk undir annara nafni, láta sjálfs sín hvergi nærri getið. En það kemur vel heim við hógværð og aðra lyndiseinkunn Eggerts. Kynsæll maður var Eggert, og munu 30 börn hans og barna- börn vera fædd í Helguhvammi. Ver vonum að síðar verði tækifæri til að sýna í Skólablað- inu mynd af þessum merkismanni, og þá meira frá honum sagt.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.