Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.07.1910, Blaðsíða 6
102 SKÓLABLAÐIÐ öllum byggingarkostnaðinum — væri það óbærilegt? Það væri ca. 40 kr. á ári. Víða hafa kennararnir verið í vandræðum út af kulda í kenslu- stofunum, ekki getað kent skrift dag eftir dag fyrir því að börnin hafa verið sro loppin! Þeir hafa því sumir gripið til þess að kaupa sér steinolfuofn til þess að ylja upp kenslustofurnar. Til þess eru steinolíuofnar afar óhentugir, og þarf að gæta mestu varúðar að þeir gerspiili ekki andrúmsloftinu. En sé allrar varúðar gætt, eru þeir betri en ekki. Mór er víða hafður til brenslu og móofna má nú fá ágæta. Með þeim má hita upp stórar kenslustofur alveg eins og kola- ofnum. Er til of mikils ætlast, þó að heimtað væri, að þegar næsta vetur fœri kensla hvergi fram, nema í vermdum húsum? Vér biðjum fræðslunefndirnar athuga þetta mál alvarlega, og minnast þess, hvílíkur ábyrgðarhluti það er að stofna lífi og heilsu margra barna í voða. En það er gert þar sem húsakynnin eru léleg, og ó-vermd að vetrarlagi. Nýjar bækur. Vilhelm Rasmussen: Naturstudiet i Skolen. Það er auðfundið, er maður les þessa bók, að þar talar maður með brennandi áhuga á starfi sínu. Höf. skýrir frá upp- eldishugmyndum sínum og kensluaðferðum. Markmið uppeld- isins er, að hans hyggju, að »laga þannig einstaklinginn eftir lífsskilyrðum þeim, sem fyrir hendi eru, að honum verði sjálfum svo mikið úr lífinu sem unt er, og að samtímis- og seinni tíma menn megi hafa sem mestan hag af tilveru hans:« I sókninni að þessu marki er náttúrufræðin einna nauðsyn- legust allra námsgreina. Þó er og nauðsynlegt að traust og hreinskilni sé sem mest að verða má, á báða bóga, bæði frá hálfu kennara ognemenda. Og til þess að efla traustið og hreinskilnina hefir höf. hvatt

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.