Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ -§sssá/--- FJÓRÐl ÁROANGUR 1910. Reykjavik, 1. desember. 12. tbl. Úr skólasetningarræðu séra Magnúsar Helgasonar 1. vetrardag 1910. Eg heilsa ykkur öllum og bið ykkur vel komin hingað, bæði kennara og námsfólk, til aö taka hér aftur til starfa þenna 3. vetur kennaraskólans. Mér þykir vænt utn að sjá yður aftur, sem eg kvaddi hér síðasta vetrardag fyrir einu misseri; vona og óska að þér komið heil og hress aftur fr: sveitum og sumar- störfum og hyggið nú gott til, að taka aftur til vetrarstarfanna, andlegu starfanna, sent hér eiga að verða viðfangsefnið. Eg vildi óska,' að störfin hér og andlega oftslagið reyndist yður að sínu leyti eins holt og hressandi í vetur og til frambúðar. Sú ósk mín tekur engu síður til ykkar hinna, sevn komið nú hingað í 1. sinn. Eg kann ykkur þökk fyrir það traust, sem þér sýnið skólanum með því að leita til hans, og vildi óska, að hann--brygðist yður í engu góðu! Eigi er því að leyna, að eg er eigi laus við að sakna, er eg lít yfir hópinn. Það fóru svo margir í vor og fyrra vor alfarnir, sem gaman var og ánægja að umgangast og kenna; þeir eru nú fl.estir um það leyti að taka sjálfir til kenslustarfa. Það er gott að vita; gott að þeir fá nú faeri á að reyna sig við þann starfa, sem þeir voru að búa sig undir hér. Það er líka gott að vita, að margir þeirra senda hingað hlýja kveðju í dag með óskum allrar bl.ssunar skóla Þessum, kennurum og námsfólki; og um leið og eg lieilsa yður, ,sem aftur eruð komnir, get eg eigi að mér gjört, að senda hug- ann nieð kveðju til þeirra líka, og bæn um blessum vfir þá

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.