Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 10
186 SKÓLABLAÐIÐ það, er á 21. bls. sténdur heyrumkunnar; það á að vera heyrin- kunnur (sbr. þolinmóður ofl.). Á 57. bls. stendur, að mazt sé f. matst af s. metast og-dæmið: Þeir hafa mazt á um það. Þetta á að vera metist. Á 61. bls. stendur (undir orðitui þeyztj: »sitt í hverja áttina«. Þetta er bögumseli; á að vera: hvert í síná áttina eða í sína áttina hvert. í kverið munu vera tekin flest þau orð, er hér gat verið um að ræða; þó vantar þar nokkur, sem vel hefði átt þar heima, svo sem: fleytingur (fleytingsþýfi), geysingur, raudbryskingur (sbr. brúskur) ofl. Prentun og pappír er í besta lagi. Pálmi Pálsson. Björn austræni: Milli fjalls og fjöru. R.vík 1910. Sig. Kristjánsson. Eitt nýtt skáld enn, og það söguskáld. Nú er sú tíð liðin, þegar þörf þótti, að hvetja skáldin til að birta fremur hugsanir sínar í sögu en ljóði. Nú þegar hefur myndast hér dálítill söguskóli, með fransk-norskum blæ; þar ber meir á dimmu hiið lífsins; skáldin hafa leitað að snöggu blettunum og bent á þá, auðvifað f, því skytji, að bæta meinin. Björn austræni er áöðru máli; hann álítur, að heimurinn muni lítið batna við það, þótt dregið sé fram í birtuna, það sem ílt er og Ijótt; það verði að- eins mönnum ljósara, fylli huga fleiri manna, og auki ranglætið í heiminum. í »Mil!i fjalls og fjöru« eru átta stnásögur úr lífi fslenskrar alþýðu; lengsta sagan heitir Raunir; það hefði getað verið n.afn á bókinni allri. Björn austræni er samúðarmaður. Hann finnur til með þeim sem finna til, hann lýsir hverniggóð- ir menn pg heiðarlegir verða olbogabörn; en honum er engin nautn að því að dvelja sem lengst á þenn^dapurlegu viðburðum. Hann lýsir þeipi til að geta sýnt það góða sem kemur fram f bágindunum móðurástina hjá sveitlægri ekkju fátæklingsins, ástina tij lífsins, jafnvel minstu kvikinda, hjá Þóru úr[sveitinni. Sama tijfinningin kemur fram í hverri sögu, ást, og samúð, hrjáð og hrakin, en svo sterk f sjálfu sér, að húr. heldur mann- inum uppi þótt hann lúti ósigri í mannlífsbaráttumú. Björn

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.