Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 5
SKÖLABLAÐIÐ 181 2. Þetta er því mesta vandaverk að skipa vel og skipa rétt. En það lærist ef maður sjálfur hlýðir vel góðum yfirboðurum og stjórnar sjálfum sér vel og tekur vel eftir kringumstæðum og skaplyndi barnanna. Vandaður og hygginn í öllu, en aldrei of meinlaus, þá verður þér hlýtt. En heimili barnanna eru oft svo ólík, og eins börnin ólík hvert öðru. Sitt á oft við h'ært barn. Þyrfti því vel að vita um hvernig að á að fara með þetta og hvernig með hitt barnið. Öðru vísi þarf að breyta við gott barn en slæmt; öðruvísi við blíðlynt en kaidlynt barn, öðruvísi við stórlynt en rólynt, öðruvísi við léttlynt en þunglynt, öðruvísi við veiklynt en kjark- mikið, öðruvísi við stolt en auðmjúkt o. s. frv. Kærleikur, sann- leikur og réttlæti á að vísu við ölí börn. En kærleikurinn til dæmis getur birst í mörgum myndum og haft margar aðferðir. Sannleikurinn er altaf sjálfum sér líkur, en skiftir hvernig hann er sagður. Réttlætið hefur ætíð réttinn fyrir takmark, en velur sér oft ólíka vegi til að ná því. Mikill munur er á að kenna í skóla eða kenna á heimili, Heimiliskennarinn getur oft verið eins og vinur og bróðir barnanna. Skólakennarinn verður Jíka að vera »pólití«. Barnavinir og barnaleiðtogar! vitið að börn eru ekki steypt í sama forminu, og látið ykkur aldrei detta í hug að steypa þau upp í sama formi. Þvílíkt vanskapar þau. Ellimörk — Dauðamörk. Ellimörk — þau hafa sannarlega, nú á síðustu tímuin, verið að færast yfir hana, kenninguna þá arna: »Menningin lamar starfslöngunina.« Það held eg að allir hafi hlotið að sjá. Há- vær hefir hún ekki verið núna á seinustu missirum, En eitt er víst: Ellimörk færast aldrei yfir þær kenningar, sem bygðar eru á reynslunni. Allar aðrar kenningar örmagnast og veslast upp í sólarhita menningarinnar, fyr eða síðar. En þær geta samt verið langltfar, sumar þeirra, átakanleg lífseigar.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.