Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 12
188 SKOLABLAÐIÐ Ritdóm um svo mikla og merka bók sem þessa hefur Skóla- blaðið ekki rúm fyrir; en mjög eindregið vill það benda kenn- urum og öðrum fróðleiksfúsum mönnum á hana til að afla sér þekkingar á hinum mikla og mæta manni. Hún mun kosta 10 kr., og kann að vera mörgum of vaxið að eignast hana. En þá eru bókasöfnin. Ekkert bókasafn eða lestrarsafn má láta hana vanta í hylluna. Landafræði handa börnum og unglingum eftir Karl Finnbogason. Bókaverslun C 'ðm. öama- líelssonar. Rvík. Það er önnur útgáfa, aukin og bætt; íslandskort, sem var bundjð í fyrstu útgáfu, kemur og innan skamms, og fá kaupend- ur bókarinnar það án endurgjalds. Bók þessi hefur þegar hlotið almenningshylli, og ætti þá eigi síður, að fa|la mönnum í geð nú, er hún kemur í nýrri prentun, aukin og endurbætt. — Fjöldinn allur af myndum er í bókinni, og flestar góðar; munu vera bæði til gagns og gantans unglingum. Útgáfan er vönduð að prentun og pappír, og er bókin seld á 2 krónur (með uppdrætti íslands) í laglegu skólabandi. Dóttir veitingamannsins. Eftir Ouðm. R. Ólafs- son. Prentsni. D. Ostlunds 1910. Er lítið kver, og á að vera skáldsaga, en er lítið listaverk. Það er bindindishugvekja, og má vera að hún geri eitthvert gagn þeim er lesa hana til enda. Spurningar og svör. 1. Hvernig á kennari að ná rétti sínum gagnvart fræðslu- eða skólanefnd, serrl hann er ráðinn hjá með samningi og 4 mán- aða uppsagnarfreíti, ef hún eftir að hafa fengið bréf frá honuni þar sem hann óskar eftir atvinnu áfram, (sökum þess hann hafði hugboð um að annar kennari væri ráðinn), ekki svarar bréfinu og í tilbót segir ekki upp samuingnuni fyr ert

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.