Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 4
180 SKÓLABLAÐIÐ Sá skipar vel, sem skipar ljóst og einbeitt, ótvírætt og snjalt, kröftugt en þó kurteislega. Hann gefur fá boðorð, en lætur hlýða þeim vel. Sumir bara hálfskipa og gera það nöldrandi; segja sem svo: »Þetta þarf að gera,« »því er það ekki gert.« »Þetta eru leiðu krakkarnir« — »það er sárgrætilegt að vita til hvernig þið eruð.« »Jeg ræð ekkert við ykkur« o. s. fr. Þvílíkt nudd gerir börnin bara þrárri, og veikir virðing þeirra fyrir yfirboðaranum. Betra væri að segja skírt og skorinort: »Gerðu þetta! gerðu það undir eins! Gerðu það svona! Á stað! — áfram — fljótt og vel« eða önnur svipuð djörf °& glögg skipunarorð. Stjórnsamir húsbændur, skipstjórar og verkstjórar eru oft sannar fyrirmyndir í skipunarlistinni. Sum börn, og enda fullorðnir, fella sig nú betur við að skipað sé í bónarformi og sagt sem svo: »Eg ætla að biðja þig að gera þetta« o. s. fr. Oft fer vel á þessu. En bónin má aldrei hafa auðmýktarblæ, eða vera hikandi, nema svo sé að vandhæfi mikið sé að gera hana. Óþarfa hik, og afllaust mald býður óhiýðninni heim. Sumir skipa tveimur sama verkið í einu og segja: »Ann- arhvor ykkar á að gera þetta*. Fer oft vel, ef þeir eru sam- rýmdir, annars ekki. En samt dugar ekki þó skipað sé skírt og valdalega, ef skipunin er svo löguð, að rangt, örðugt eða ófært er að hlýða henni. Því þá missir hún oft alt gildi. — Og þá er betur óskipað. »Farðu nú út, læstu og stattu á hleri stundarkorn; komdu svo til mín og segðu mér hvað krakkarnir voru að segja.« Skírt og snjalt er skipað. — En hvernig færi, ef hlýtt væri? Barnið lærði slúður. Eða að skipa barni að Iæra það sem því er of- vaxið, vinna það sem ofreynir það. Verður til þess að barnið gerir verkið illa eða fer að svíkjast um. Eða þá banna því saklaust gaman. Hvað þá nú, sé því bannað, til dæmis, að gleðja einhvern aumingja sem yfirboðari þess fyrirlítur. Alt þetta veikir valdið og hlýðnina, og spillir barninu minna éða meira.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.