Skólablaðið - 01.01.1912, Qupperneq 15

Skólablaðið - 01.01.1912, Qupperneq 15
SKOLABLAÐIÐ 15 manni sæmdi. Þetta vildi jeg nú biðja ykkur vinir mínir, að hafa, frá upphafi, hugfast; í þessa átt vildi jeg að fræðsla sú, sem hér á fram að fara, stefndi. — Það hefur stundum verið kvartað yfir því að þeir, sem eitthvað færu að læra yrðu fráhverfir allri vinnu; þeir sem þessu hafa haldið fram hafa haft nokkuð til síns máls, og fyrir það hefur mentunin stundum orðið fyrir óverðskulduðum ýmigust og lasti. Jeg held nú samt að þetta sé að lagast, og alþýðumenn mega ekki gleymaþvíað menntun- in á að verða þeim viðbótarvopn í baráttunni fyrir tilverunni, styrkur til þess að verða nýtari og uppbyggilegri synir og dætur lands síns og þjóðar. Smælki. Góðir kennarar og góðir foreldrar þurfa ekki oft að refsa. Það eru til betri ráð. Einu sinui gerði einkennilegt illgresi vart við sig í akri bænda; þeir reyndu ýms ráð til að uppræta það, en það óx æ meira og ætlaði að drepa allan gróður. Loks kom það upp úr kafinu, að ein besta hveititegundin var besta ráðið til að út- rýma þessu illgresi. Allir fóru að reyna þetta, og illgresið hvarf von bráðar. Er það ekki eftirtektarvert, að besti jarðargróðurinn útrýmdi skaðvænu illgresi? Besta ráðið til að uppræta illgresi úr barnssálinni mun reynast, það að gróðursetja þar fagrar hugsanir, góðar eftirlanganir og ákvarðanir. Þær munu uppræta Ijótar hugsanir og illar hvatir. * * * Kenslukona var eitt sinn spurð, hverja stund hún hefði lif- að sælasta. Hún svaraði: »Þegar ungur maður, sem var að taka við kennimannsembætti, sagði við mig: »Þér hafið gjört núg að manni! — Það var ekki svo mjög það, sem þér sögðuð, og ekki heldur það sem þér gerðuð, heldur það sem þér vóruð, sem vakti hjá mér hugmyndir um h'fið og lífsstarfið.«

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.