Skólablaðið - 01.04.1912, Page 14

Skólablaðið - 01.04.1912, Page 14
SkOLABLAÐIÐ eru börnin ekki heimtufrek. Vér erum blásnauðir fyrir af barna- sögum og megum vera höf. þakklátir fyrir þetta kver; það er hentugt og gott tii léstraræfingar og efnið vel til þess fallið að vekja góðan og göfugan hugsunarhátt. í mörgum sögunum ærið efni til umtals, börnunum til ýmiskonar fræðslu og skemtunar. Kýmrii og alvara, en alstaðar skín út innilega góð sál, sem öll börn hafa gott af að kynnast. Margt mætti nefna t. d. um vel dregna drætti og atvik, sem festast vel í minni Þetta er niðurlag sögunnar um rjúpuna (drengirnir hafa bjargað henni frá klóm valsins og gefið henni frelsi): Kveldroðinn var svo undurfagur. Það var blæjalogn, svo að ekki blakti hár á höfði. Rjúpan sveiflaði sér léttilega út í djúpan og bláan himin- geiminn. Hún laugaði vængina í deyjandi kveldsólargeislunum. Nú var hún frjáls. Við Nonni störðum á eftir henni með tár- stoknum augum. Síðast sáum við örlítinn blett í fjarska. Það var rjúpan; við eygðum hana ennþá, en svo hvarf hún út í óendanlegan geiminn— og við vitum ekkert um hana síðar. Nokkrar myndír eru í kverinu, og til mikilla bóta, því að þær eru flestar góðar. 2. Sögukort fyrir börn og unglinga til notkunar við lestur mannkynssögunnar. Útgef.: Guðm. Gamalíelsson. Það eru 6 lítil kort fyrir ýms sögutímabil, og eiga að fylgja mannkynssögu handa börnum og unglingum (eftir Þorlef Bjarnason) en verða og seld sérstök. Útgefandinn hefur fengið styrk úr landssjóði til að gefa kortin út, enda var það þarft verk, þar sem saga er nú kend kortalaust í skólum barna og unglinga. 5. Skólasöngvar, I. —II. hefti. Akureyri 1911. Lítið kver og laglegt með mynd af Akureyrar-gagnfræðaskóla framan á. Ljóðasafnið sérstaklega ætlað til morgunsöngs þar í skólanum en á vel heima í öllum skólum. 4. Skýrsla um bændaskólann á Hvann8yri 1910—11. Nauð- synlegustu húsabótuin nú lokið og ánægjulegt að sjá, hve vel þeim skóla nú er komið hið ytra og innra. 5. Æskan, barnablað með myndutn. Margt er í þessu bLði b'silegt fyrir börn, bæði fróðlegt og skemtilegt, Mynd- irnar flestar ágætar.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.