Skólablaðið - 01.12.1912, Side 6

Skólablaðið - 01.12.1912, Side 6
182 SKOLABLAÐIÐ Við skulutn nú líía á þessar myndir, sem kvæðið bregður upp fyrir okkur; sjáum við þá fyrst stóra og skrautlega kirkju. f>að er ekki gott að gera sjer ljósa grein fyrir, hve stór hún er, allra síst fyrir þá, sem ekki hafa séð stórhýsi, en við gætum ímyndað okkur að tvö eða þrjú önnur eins hús og þetta, sem við erum nú stödd í, gætu staðið innan í henni. Og þá er hæðin geysimikil. Á kirkju, er eg sá í Kaupmannahöfn, er ákaf- lega hár turn og efst á honum gylt kúla. Þessi kúla sýndist mjer iítið stærri, en stór bolti, að sjá neðan af götunni, en mér var sagt, að hún væri svo stór, að í henni gætu setið tólf manns til borðs. En það er ekki einungis stærðinn á kirkjunni, sem hrífur mann, heldur líka skrautið og Ijósadýrðin og söngurinn. »Alt er skraut og skart, alt er skínandi bjart.« Mundi nú ekki vera nóg fyrir fátækan og einmana íslending, sem er þar gestur, til að dást uð, og festa hngann við. En það tekst honum ekki. Ósjálfrátt liður hugurinn til æskuheimilisins. Og hvernig var nú þetta heimili? Hugsum okkur lítilfjörlegan kotbæ, með dimmum og lágum göngum. í baðstofunni er lítil Ijóstýra og því varla hægt að greina hhstina þar inni. Þó sjáum við börn þar og það er auðséð að þau eru að bíða einhvers með óþreyju. Að lítilli stundu liðinni kemur húsbóndinn inn frá útiverkum sinum og húsfreyjan kemur þá líka inn með kertin langþreyðu. Svo er kveikt á þeim og um leið finna börnin, að nú eru jólin byrjuð. Fátæka konan gerir alt, sem hún getur, til þess sð alt sé svo skemtilegt fyrir börnin, sem kostur er á. Hún getur ekki, eins og efnuðu konurnar opnað dragkistuskúffu og tekið þaðan dúk, til þess að breiða á borðið; slíkir hlutir eru ekki til í eigu hennar. Hún tekur drifhvítt lín upp úr kistli; líklega einu léreftspjötluna sem hún á, breiðir hana á borðið og ber þar a jólamatinn. Börnunum finst það eðlilegt að kisa verði feimin yfir allri þessari nýbreytni og dýrð, svo að hún skýst fram í skuggann. »Svo las hann faðir minn lesturinn.* Ójá! — hann gerði sér það ómak að lesa lesturinn enda hefðu endurminningarnar um þetta kvöld orðið alt öðruvísi ef hann hefði í þess stað fleygt sér óþveginn upp í rúm, ekkert sint um börnin sín og

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.