Skólablaðið - 01.12.1912, Qupperneq 7

Skólablaðið - 01.12.1912, Qupperneq 7
SKÓLABLAÐIÐ 183 annaðhvort farið að sofa eða lesa morðsögur eða lögregluspæj- arasögur, sem nú eru alt of mikið lesnar. »Svo steig eg með kertið mitt stokkinn við.« Engar sög- ur hafa jafnmikil áhrif á börnin, og þessar einföldu og fögru frásögur um jólaboðskapinn í Betlehem, þegar góð móðir segir frá. Það munu fleiri hafa orðið fyrir líkum áhrifum frá mæðr- um sínum og þeim, er Matthías lýsir svo snildarlega: »Síðan hóf hún heiög sagnamál, himuesk birta skein í okkar sál; aldrei skyn né skilningskraftur minn skildi betur jólaboðskapinn,* »Og streyma eg fann um mig friðaryl«, segir Guðm. ennfremur; það var kærleiki foreldranna, sem gerði þessi börn svo sæl, að þeim fanst »bjartæri’ og fegri baðstofan«, svo fögur varð þessi litla, dimma baðstofukytra í endurminningum drengs- tns, að hann gleymir öllu skrautinu og skartinu, skínaidi birt- unni, orgeltónunum og söngnum; honum finst ekkert á við jólin heima, clátlaus hjá askunnar ami.« Eg hefi oröið nolckuð fjöícrð um þetta kvæði, bæði af því að mér finst jaað c:tí af jsví a'Ira yndislegasta, sem eg liefi lesið, og [jað sýn'r svo ljóst, hvað mikið má gjöra með litlum efnum, ef menn bara leggja fram |?að, sem þeir hafa. Ohklegt er, að Guðm. Guðmundsson hefði orðið eins ástúðlegt skáld og hann er, skáld, sem færir yl og birtu í niargra hjörtu, ef hann hefði ekki átt slíkt æskuheimili. Að vísu getum við ekki öll gjört börnin okkar að skáldum; en við getum öll látið þau hafa góðar endurminningar; við getum öll gert þeim dagamun, og ef við vanhelgum ekki hátíðirogsunnudaga með ónauðsynlegri vinnu, iestri illra bóka, iMgjörnu umtali um náungann og því- líku, en reynum hinsvegar að gjöra þá hátíðlega eftir föngum, þá verða þeir síðar meir, þegar út í strið og freistingar er komið, ógleymanlegir sólskinsblettir á endurminningu barnanna, sem oftar en nokkurn kannske grunar, geta forðað þeim frá falli. Færri mundu yfirgefa átthagana eða að minsta kosti leita þeirra aftur, ef ást og rækt til þeirra væri gróðursett hjá börnunum strax á unga aldri.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.