Skólablaðið - 01.12.1912, Síða 10

Skólablaðið - 01.12.1912, Síða 10
186 ____ SKÓLABLADIÐ _ _ _ ___ ___ hálfum hljóðum, og var ekki tetlað öðrum að heyra en kenslu- konunni. — Hún er í tvennu! — sagði eitt barnið — innri sokk- arnir gægjast fram úr götunum á hnjánum. Álffríður varð snögglega niðurlút, eins og slegið hefði verið aftan á höfuðið á henni. — Kenslukonan bauð börnunum að hafa kyrt um sig, og lagði höndina á öxlina á Álffríði. — Af hverjú kemstu ekki úr sokkunum, Álffríður mín, — sagði hún vingjarnlega — eru þeir svo þröngir? Eg hef kuldapolla á fótunum og sokkarnir tolla niðri í þeim. Nú skein sársaukinn út úr andlitinu á henni, rétt eins og hún fyndi nú fyrst til hans, þegar talað var við hana um hann. — En hví ertu í tvennu? — í innri sokkunum voru engir hælar orðnir, og svo færði mamma mig í aðra, sem ekki voru götóttir nema í tærnar og á hælana. Kenslukonan strauk hendinni blíðlega yfir höfuðið á henni Er það mjög sárt — spurði hún. Já — sagði barnið, og orðið kom eins og í för með því væru þúsund orð, sem öll vottuðu þjáninguna. Það var ekki þessi kenslukona, sem átti að fara til laugar með börnunum. Þegar að því kom, gengu börnin í röðum niður stigann, en Álffríður dróst lengra og lengra aftur í röð- ina, og Ienti loks alveg aftast í henni. Alffríður hefur aldrei laugað sig! — sagði einhver. Þá er best að hún komi fyrst Álffríður varð að taka títuprjónana úr spjörum sínum; krókapör hafði hún aldrei þekt. Það gekk hægt og seint, og um íeið og hún smeygði niður af sér kjólnum, leit hún bænaraugum til skólasystkina sinna. Hún heyrði flissað fyrir aftan sig, og bráðum flissaði allur hópurinn. Hún hypjaði kjólinn upp um sig aftur á einu augabragði, og hvarf út um dyrnar áður en nokkur gat hindrað það. Kenslukonan hafði einskis orðið vör. Hvað gengur á? — spurði hún.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.