Skólablaðið - 01.02.1913, Side 2

Skólablaðið - 01.02.1913, Side 2
18 SKOLABLAÐIÐ á venjulegan hátt á bréf eða léreft. En þá koma Ijósmyndirnar að góðu haldi. Það má gjöra ráð fyrir því að öllum kennurum sé kunn- ugt um, hvernig þessar Ijósmyndir koma fram, en vegna þeirra, sem ekki kynnu að þekkja það, skal þess þó getið. Myndin er látin koma fram á einhverjum veggnum í her- berginu; í skólastofum á þeim veggnum, sem allir nemendurnir snúa að. Til þess að myndin verði skýr, þarf að breiða hvítan dúk á vegginn, og verður að strengja dúkinn svo að hann verði hrukkulaus. Myndin er í fyrstu tekin á glerplötu (rúðugler), stundum með öllum náttúrlegum Iitum. Áhaldið, sem kastar myndinni á vegginn er pjáturkassi (Komern) og fram úr honum pípa með glerum í, líkt og kíkir. Aftast í pjáturkassanum er lampi; fyrir framan hann er strekkunargler; þar fyrir framan glerplata: með myndinni á. Bakvió Iampaljósið er spegill, sem kastar ljósgeislum gegnum stækkunar-glerið og myndina. Þar sem hin litla mynd á glerplötunni kemur fram á hinum ljósa fleti á veggnum, getur hún orðið ein til tvær álnir að þver- máli, og er vel björt og skýr, ef alt er í lagi. Ljósmyndir þessar eru annars svo alkunnar hér á landi, að óþarfi er að lýsa þeim frekar. Skuggamyndir eru þær venju- lega kallaðar; réttara er að kalla þær Ijósmyndir. En þær hafa ekki verið notaðar hér við kenslu svo að kunnugt sé. Erleudis eru þær aftur á móti mjög svo mikið notaðar á seinni árum, og þykja gefast vel. Tilgangurinn með þessum línunt er nú sá, að vekja athygli kennara og skólanefnda á þessum kensluáhöld- um, og biðja þá íhuga, hvort ekki væri reynandi að afla sér þeirra. Magnús Ólafsson Ijósmyndari í Reykjavík hefur sýnt loí- samlegan áhuga á því að taka myndir af fallegum stöðum og mannvirkjum hér á landi, og þykir hin besta skemtun að horfa á sýningar hans, ekki síst síðan hann fór að sýna kaupstaðar- búunum íslenskar sveitir með náttúrlegum litum. En ak þetta sama má sýna börnunum í kenslustundunum, fyrirhafnarlítið og kostnaðarlítið, Já, hvað kostar það? Það verður fyrsta spurningin.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.