Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 10
26 SKOLABLAÐIÐ að öll börn ættu að læra að prjóna, festa tölur í fötin sín o s. frv. Margar mæður eru einar um irmanbæjarvinnuna á heimil- unum, og komast ekki yfir það, sem þær hafa að gera — en börnin — minsta kosti drengirnir — ganga marga tíma iðju- lausir. Væri ekki betra, að þeir kynnu að prjóna sokkana á fæturna á sér, svo mamina gæti hvílt sig, eða tekið bók, þegar hún kemur inn á kveldin, í staðinn fyrir að setjast dauðþreytt með prjónana, og keppast við þá langt fram á nótt. — Galiinn er, að við Islendingar höfum aldrei tileinkað okkur þessi orð: »tíminn er peningar«<, þess vegna er vanrækt að kenna börnun- um að vinna, og því höfum við ait af mikið of slæpingum. — Eg kenni í brjósti um þá, sem aldrei hafa reynt hvað sælt það er, að hvíla sig eftir vel unnið dagsverk, Vita ekki hvaða gleði vinnan veitir, hvað hún er holl, hreystir líkamann og stælir, örfar og glæðir sálarlífið og skapar hugsjónir. Náttúran í sveit- unum og vinnan, hafa í sameiningu skapað margt fallegt kvæði, sögur og æfintýri. — Framleitt listaverk. bví verður aldrei neitað. — Annað atriói er það, sem við verðum að leggja áherslu á við barnaskólana heima, og það er, að koma upp skólaeld- húsum. Þau eru hér við alla barnaskóla. Það er nauðsynlegt að koma litlu stúlkunum fljótt í stöfun með að ganga vel um hús, þvo föt og slétta, elda ódýran en góðan mat, kenna þeim einfaldasta samsetning hans o. s. frv. Það leiðir í áttina, til að gera þær sjálfstæðari og hugsunarsamari, að hjálpa mömmu heima. Vekur þær til umhugsunar um vinnuna, og glæðir starfslöngun. — Við kennarar eigum að hjálpa t'oreidrum til að ala upp börnin sín; en til þess að geta það, þarf okkur að vera ljóst, hvað til þess heyrir, að aia upp hraustan, sjálfstæðan og atorku- saman æskulýð, með heilbrigða og bjarta skoðun á lífinu; brenn- andi löngun, til að starfa fyrir ættjörðina, með skarpri sjón á kostum og göllum feðrarma, og að þeim sé Ijóst, hvaða leið skal halda, til að atla sér fjár og frama. Það er »ekki að telj- ast þeim mestu með, en maður í reynd að vera«. — Þá fyrst getum við vænst eftir að okkur lánist að rækta landið okkar, »Þá byrjar Islands menning*. — —

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.