Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 13
SKÓLABI.AÐIÐ 29 vetrar? Eg hefi ekki sjálfur haft tækifæri til að nota 2 fyrstu hefti bókarinnar við kenslu. En í kenslustundum er hægra að finna kosti og galla reikningsbókar en heimavið skrifborðið. — Þess vegna væri mér einkar kært, et' þér sem hafið notað reikningsbók mína við kenslu, vilduð senda mér bréflega hið allra fyrsta athugasemdir þær og aðfinn- ingar, sem yður kynni að finnast ástæða til að giöra við hana, einkanlega við tvö fyrstu keftin. Eg get auðvitað ekki lofað fyrir fram að breyta eflir öllum þeim ráðleggingum, sem þér kunnið þá að gefa mér, — en eg skal íhuga þær nákvæmiega og hagnýta þær eftir bestu vitund, nemendum yðar til gagns er þeir fá sérKEestts útgáfu bókarinnar. Ef mörgum kennurum finst ástæða til að eg sktifaðs fáeinar leiðbeiningar um reikningskenslu annaðhvorf almei’l'í eða viðvíkjandi hverju einstöku hefti, gæti eg reynt að gjöra það í formála eða eftirmála við heftin. — En þá þarf eg að fá áskoranir um það, og það sem allra fyrst. Að svo mæltu bið eg þá, sem altaf eru að spyrja um 6. hefti reikningsbókar minnar að vera þolinmóða um stund. — Eg hefi töluvert fleira fyrir stafni en að skrifa reikningsbæk- ur. — Það skal koma undir eins og aðrar annir frekast leyfa. En gleymið nú ekki að stuðla að því að reikningsbók mín verði yður og nemendum yðar notadrjúg framvegis. Sigurb/örn Á. Oíslason. (Box 62 Reykjavík). í Japan er séð vel fyrir heilsu skólabarna, þar eru skóla- læknar skipaðir (3. jan. 1898). Síðan hafa skólabörnin þyngst, ummál brjóstsins stækkað. börnum yfirleitt farið fram í líkamlegri hreysti. Skólarnir eiga þannig mikinn þátt í því að ala upp nýja kynslóö, hraustari en forfeðurna. Þar í landi eru 1354 kennaraskólar með 958 kennurum og 15639 nemendum. Alls eru í Japan 28828 skólar með 4925673 nemendum. Þetta mundi sumum mönnum hér á landi ekki þykja væn- legt til þjóðþrifa. En Japanar þrífast vel, andlega og líkamlega.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.