Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 9
SKO' *PLAÐIÐ 25 lega og vel var gengið frá öllu, því að margar telpurnar voru fyrir innan 10 ár. (^Vinnustofur* fyrir drengi, eru oft hafðar sér). Eg gekk út glöð í skapi, því barnabros er eitt það yndis- legasta, sem mér getur hlotnast. Á leiðinni heim, braut eg heilann um, hvort ekki væri þörf á þannig löguðum vinnustof- um heima — minsta kosti í Reykjavík, þvf alt sem til framfara lýtur, óskar maður að komist á heima. — — Eg vil minnast lítið eitt nánar á vinnustofurnar. Þær eru búnar að starfa hér i landi, eitthvað um 27 ár og sú hreyfirig kom hingað frá Dan- mörku, og barst síðan til Svíþjóðar. En nú eru Svíar búnir að renna sér fram úr nágrannalöndunum; hafa bæði fleiri vinnu- stofur og einnig fullkomnari. — Tilgangur þeirra er í fyrsta lagi sá, að veita fátækum börnum kost á að læra ýmsa handa- vinnu, sem getur með árum og æfingu orðið þeim atvinnu- vegur. Þessa tilsögn fá þau gefins. En svc starfa vinnustof- urnar þann hluta dagsins, sem börnin eru ekki í skólanum, og koma því í veg fyrir að börnin slæpist á götunum. Því oft er því þannig varið, að mæður þeirra vinna úti allan daginn, svo þegar börnin eru laus úr skólanum, koma þau að tómum kof- unum. — Því mamma er ekki heima. — Þá lá ekkert annað fyrir þeim en gatan, og sá félagsskapur, sem þau komast í þar, er miður hollur. — Eg sé alt af betur og betur, að við íslendingar stöndum langt að baki annara þjóða í verklegum framkvæmdum (en ekki í bóklegri þekkingu eða siðferðislegu tilliti). Iðnaður er á lágu stigi, og við byrjum ekki nógu snemma á því, að kenna börn- unum að vinna, — og að meta vinnu að verðleikum. — Handa- vinna þarf — og á að komast á, í hverjum einasía barnaskóla heima. Og um leið verður að innræta börnunum virðing fyrir vinnunni, hverju nafni sem hún nefnist, ef hún aðeins er vel af hendi leyst. Barnaskólarnir í þorpunum verða að hjálpa for- eldrunum til að leggja grundvöll undir velgengni barnanna. Hjálpa þeim til að gera þau að nýtum starfsmönnum, sjálfstæð- um og hugsandi, sem leggja hönd á verkið, en láta ekki aðra vinna fyrir sér. — í sveitunum verða heimilin að mestu leyti að sjá fyrir því, að börnin læri að vinna. Þó geta kennararar leiðbeint og byrjað sjálfir í samráði við foreldrana. Mér finst

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.