Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 4
20
SKOLABLAÐIÐ
unglinga mega ekki líða að það sem þeir kenna, sé rifið niður
jöfnum höndum, eða gert að engu með leikaraskap og sérvisku.
Það verður tafarlaust að krefjast þess af stjórninni að einhverjum
föstum reglum sé fylgt í þeim námsgreinum sem eitthvað greinir
á um. Hún verður að skipa færa menn til að skera úr er þannig
stendur á. Öllum kennurum ætti að vera Ijúft að beygja sig
með smámuni til þess að samræmi kæmist á.
Eg vildi því óska að mál þetta yrði leitt til skynsamlegra
lykta. — Eg tel mál þetta mjög skylt kennurunum og held að
þeir séu færari af eigin reynslu sirini að dæma um hver heiti
séu hentust, því börnin, unglingarnir sýna best hvað samþýðist
hugsun og máli fjöldans.
í stælunni síðastliðinn vetur var sagt að mjög sé ervitt að kenna
börnu.m reikning með útlendum tugamálsheitum. Engan hef eg
vitað sanna þetta með reynslu sinni. Sjálfur hefi eg notað út-
lendu heitin við reikningskenslu og reyndist það vel. Mér hefir
reynst ver að láta þau melta sumt annað sem eg hefi átt að
kenna þeim. Eg verð því að álíta að þessi getgáta geri útlendu
heitin um of tortryggileg.
Mér kemur hinsvegar ekki í hug að hafa á móti, að út-
lendu heitin séu þýdd á íslensku og kend, væri þess kostur;
hvað væri sjálfssagðara en að kennarar tækju því fegins hendi,
en ekki get eg vænst að kennarar felli sig við þær tilraunir er
gerðar hafa verið.
Það mun vera torvelt að þýða þessi heiti svo vel fari, því
að nú hafa einmitt málfróðir og orðhagir menn reynt sig við
það, en þó mun fáum hafa geðjast að þeim þýðingum þessara
manna sem fram hafa komið.
Eina af þessum þýðingum hefir stjórnin Iátið gera, og •'hefir
hún víst vandað til hennar eins og hægt hefur verið, en þó
hefir hún ekki tekist betur en svo, að ómögulegt er að nota
hana við unglingafræðslu með nokkrum árangri. Nöfnin eru
reglulaus og þessvegna nema unglingar þau ekki, og skil-
greina þau heldur ekki í huga sér í samræmi við tigakerfið
eftir magni þeirra eða merkingu heitanna frá venjulegri merkingu
þeirra, því að sá gallinn er á, að flest þessara heita hafa aðra
merkingu í málinu, einmitt óákveðna merking um stærðir. Þetta