Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 8
24 SKÓLABLAÐIÐ sem ekki nota þau. Skýrslu um sama væri einnig fróölegt aö sjá frá verslunarmönnum. Slíkra skýrslna vildi eg taka meira tillit til en einstakra manna, því væru þýðingarnar hentugar og við- eigandi er ekki efi á að þær væru teknar til nota, því meðal kennara og verslunarmanna eru það margir menn sem sjá hvað hagar eftir ástæðum í þessu efni og sem hafa þann smekk fyrir móðurmáli sínu að ganga ekki á snið við hentug íslensk orð^ ef til væru, Klemcns Jónsson. Bréf til Skólablaðsins, Kæra Skólablað! Mig hefur oft langað til að senda þér línu, eti hikað við, þegar til framkvæmdanna átti að koma. — En hér hefur svo margt vakist upp fyrir mér, sem áður lá í dái, og ástin til föður- landsins og stéttarsystkina heima mikið sterkari en fyr. »Röm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til« og þess vegna sest eg niður til að skrifa þér. — Eg var einu sinni sem oftar. á gangi hér í borginni, og gekk í það skifti um fátækari göturnar, og fanst þær í meira lagi óþrifalegar. En alt í einu tók eg eftir, að yfir dyrunum á einu húsinu stóð »Vinnustofa fyrir börn«. Það var ljós, sem lýsti upp götuna þá. Eg hafði áður heyrt getið um þessar vinnustofur, en ekki gefist kostur á að kynnast þeim, en lang- að þó til þess. Eg gekk inn, og gerði orð eftir forstöðukon- unni. Hún kom að vörmu spori. Eg spurði hana hvort leyfi- legt væri að koma inn, meðan á kenslunni stæði. Og sagði hún það velkomið. Þegar við komum inn i stofuna, stóðu litlu stúlkurnar upp og hneigðu sig kurteislega. Svo gekk eg á milli þeirra, til að skoða vinnuna, og sýndu þær mér hana bros- andi. Gleði og ánægja skein af svip þeirra, þó að fötin væru látækleg. — Sumar saumuðu, aðrar hekluðu, prjónuðu, fléttuðu körfur o. s. frv. — Forstöðukonan sagði mér svo frá »Vinnu- stofunum«, tilgangi þeirra og árangri, og sýndi mér ýmislegt, sem unnið hafði verið þar, og þótti mér furðulegt hvað hrein-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.