Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 5
_______________________SKÓLABLADIÐ_____________________ 21 mundi valda misski'n't gi hjá fullorðnum hvað þá hjá börnura. Til dæmis skal eg benda á orðin spöiur, rönd og ögn sem öll tákna stærðahlutföll í málinu áður, eu þó óákveðin. í daglegu tali er spölur eins látinn tákna 100 faðma eins og vegalengd sem er 10 stikur. Sama er að segja um orðið rönd að með því er eins táknað 1 dm. eins og 1 mm. Þá vita allir um ögn, hvað það orð hefur ákveðna merkingu í málinu. í móðurmálstímunum yrði að segja börnunum að spölur táknaði óákveðna lengd eins og t. d. frá barnaskólanum í Reykja- vík að dómkirkjunni og frá dómkirkjunni að Austurvelli, en i reikningstímunum yrði að segja barninu að orðið spölur, sem líka táknar vegalengd, sé nú nákvæmlega 10 stikur. Mundi nú þessi afmarkaði spölur koma heim við reynslu barnanna? Mundi ekki hin venjulega merking orðanna sitja i fyrirrúmi í huga yngri og eldri? Er málinu ekki misboðið með því að gera nýjar hugmyndir eða hugtök samnefnd öðrum hugtökum í því? Væri því haldið áfram að ræna heitum af öðrum orðum í mál- inu, mundi það brátt geta orðið óviðráðanlega flókið, er þörfin fer sívaxandi, að mynda ný orð yfir ný hugtök og hluti. Verð- ur ekki heldur að mynda ný orð eða nota útlend, séu þau tii. Svo mikið er víst, að vog og mælir, við hvað sem hann á, verða að hafa svo afmerkt heiti, að þau aldrei geti misskilistog hafi alt af sína ákveðnu þýðingu eins og 5 aldrei geta táknað annað en 5. Við þessa stjórnarþýðingu er þetta þó ekki aðalgallinn, heldur það, að með henni hverfur í orði og huga algerlega samræmi alþjóða heitanna við talnakerfið eins og útlendu heitin séu ekki við það tengd, hvorki í orði né merkingu. Fyr eða síðar hlýtur að dauðadæma þessa þýðingu. Það er einmitt það koslulegasta við alþjóða heitin, að þau sjálf fela það í hverju heiti, í hvaða hlutfalli þau eru við önnur heiti í tugamálsheitunurn, og hvaða, og hve mikið magn er tengt við þau og er það fyrir það að stofnorðin eru tengd við talnakerfið. Þetta hverfur algerlega með stjórnarþýðingunni. í henni er ekkert stofnheiti smækkað og stækkað fyrir hverja tegund

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.