Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.02.1913, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐID ^,—33— Þeir sem gert liafa hinar virðingarverðu tilraunir geta ekki krafist þess með fullum rétti að þýðingar þeirra séu notaðar er það er bersýnilegt að þær ná ekki frummálinu, eða valda mis- skilningi á íslenskunni; þá er íslenskunni betra að vera laus við þær, en hún hinsvegar ekkert lýtt ef ekki er ge.igið fram hjá vel hæfum orðum, sem eru þeiin fyllilega samsvarandi. Menn segja að útlendu heitin sé ekki hægt að nota fyrir það að börn og alþýða skilji það eigi og benda á orðskrípi sem myndast munu af þeim vegna framburðarins. Þó fundinn væru nýyrði yfir þessi útlendu orð, þá væru þau háð þessu lög- máli. Mun nokkurt skólabarn kannast við öll orðin f stjórnar þýðingunni þó íslensk séu? — Fjöldinn af börnum skilur ekki helftina af þeim, en eg skal játa að þau mundu þeim tungutámari en það er ekki nóg tii þess að vinna á móti göllum þeirra. Það er ekki nema eðlilegt þó útskýra þurfi orð fyrir börnum því að í móðurmáli þeirra eru mörg orð þeim eins torskilin og útlend væru og sé tekið í réttan enda, og fyrst kent að skilja þýðingu stofnorðanua og svo tölu orðanna, ásatnt því að sýna hlutinn sem stofnorðin eiga við og er þá engu meðalgreindu barni það ofvaxið. Eg tek þetta ekki fram af því að eg álfti ekki betra og í alla staði skemtilegra væri góð þýðing fyrir hendi, en eg tek það fratn til þess að sýna fram á að engin vandræði séu að notast við útlendu heitin. Séu útlendu orðin notuð, þarf að skilja sex útlend töluorð og gengur það öllum tiltölulega fljótt að tengja saman hugtnyndir þeirra við orðin af því þær eru svo ákveðnar og orðin stutt og hægt að muna þau; þá festast hin fjögur orðin, stofnorðin,fljótt við hlutina séu þeir sýndir. Þegar þessu er lokið er þrautin unnin, börn hafa rneir að segja gaman af að tengja stofnorðin og töluorðin saman, þeim finst t. d. svo eðlilegt að 10 metrar heiti dekametir Að sjálfsögðu liggur á við þessa kenslu eins og alla kenslu að kennarinn finni að hann sé með nemendurna á einhverri braut; að stigið sé skref fyrir skref og við ekkert hætt fyr en það er fuliæft, öll kensla alveg gagnslaus án þess. Fróðlegt væri að fá skýrslu í Skólablaðinu um það hve margir skólar noti útlendu orðin og hvaða þýðingar þeir nota

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.