Skólablaðið - 01.02.1913, Side 3

Skólablaðið - 01.02.1913, Side 3
SKOLABLAÐIÐ 19 Ljósmyndavélin kostar c. 30 krónitr, og hún endist með góðri meðferð svo lengi sem vera skak Myndirnar kosta 1 kr. hver, og jafnvel talsvert minna, ef mikið yrði selt af þeim. Lit- myndirnar 17 nokkru dýrari. Erlendis er það algengt, að ryndir eru leigðar skólunum fyrir ákveðið verð til hverrar sýningar. Hér á landi yrði það nú erfiít sakir samgangnaleysis á vetrum. Enda er ódýrara að kaupa myndirnar þegar öllu er á botninn hvolft. Segjum að hver skóli eydtli 10 kr. á ári til myndakaupa eftir að hann hefði eignast ijósmyndavélina. Á fáum árutn hefðu skólarnir þá eign- ast álitlegt myndasafn. Og séu áhöldin og myndirnar vel geymt, endist það óratíma. Hér er því ekki um að ræða neinn kostnað er vaxi í augum nokkurri skólastjórn, sem vill bæta skólann sinn. En ekki þarf að binda þessa tnyndakenslu við kaupstaða- skólana eina. Henni verður auðveldlega við komið í hverjum farskóla, sem hefur bærilega kenslustofu, jafnvel á sveitaheimil- ttm. Hún mun reynast til gagns og gleði fyrir kennara og nemendur, bæði í kaupstöfum og til sveita, Berjið ekki kostn- aðinum við; enginn vill heyra þann barlóm. Hver verður fyrstur til að taka upp þessi kensluáhöld við barnakenslu? Auðvitað kaupstaðaskólarnir! Eti vari sig samt sem áður kaupstaðaskólarnir að einhver farskólinn verði ekki á undan þeirn! Tugamálsheitin. Stælan síðastliðinn vetur um tugamálsheitin, hefur enn ekki verið leidd til endilegrar niðurstöðu. Kennarar eru enn ekki bundnir við neitt, í þesstt efni fer því hver að sínum ráðutn. Búast má við því að börnum séu kend önnur heiti í vetur en í fyrra, er kennara skifti hafa orðið. Búast má við að foreldrunum geðjist ekki að því sem kennarar segja og kenna og önnur nöfn séu notuð á heimilunuin ett í skólanum. Við svo búið má ekki standa. — Þeir sem fást við fræðslu

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.